Fyrstu Harley Davidson rafmagnsmótorhjólin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. október 2019 09:00 Fyrirtækið kynnti LiveWire til sögunnar í sumar. Nordicphotos/Getty Fyrstu rafmagnsmótorhjólin frá hinu sögufræga fyrirtæki Harley Davidson, voru seld í september. Vandræði komu upp með hleðslu þeirra en talsmenn fyrirtækisins segja nú að eigendur geti óhræddir hlaðið þau heima hjá sér. Harley Davidson tilkynnti árið 2014 að þeir hygðust koma rafmagnsmótorhjóli á markað innan fimm ára og það tókst. Vandamálið sem þeir þurftu að komast yfir var drægnin en talið var að hjólin þyrftu að komast að minnsta kosti 160 kílómetra á einni hleðslu. Hjólið fékk nafnið LiveWire og á sjónvarpsstöðinni Fox var það titlað „mesta fráhvarf frá hefðinni í 111 ára sögu fyrirtækisins.“ Sala hófst í haust en hvert hjól kostar tæpar fjórar milljónir króna. Fljótt komu upp vandamál með hleðsluna sem erfitt hefur verið að greina. Til að byrja með ráðlögðu Harley Davidson kaupendum að hlaða aðeins hjá umboði á hverjum stað. Nýlega gaf fyrirtækið út yfirlýsingu um að vandamálið hefði verið bundið við eitt hjól og að óhætt væri að nota þau. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrstu rafmagnsmótorhjólin frá hinu sögufræga fyrirtæki Harley Davidson, voru seld í september. Vandræði komu upp með hleðslu þeirra en talsmenn fyrirtækisins segja nú að eigendur geti óhræddir hlaðið þau heima hjá sér. Harley Davidson tilkynnti árið 2014 að þeir hygðust koma rafmagnsmótorhjóli á markað innan fimm ára og það tókst. Vandamálið sem þeir þurftu að komast yfir var drægnin en talið var að hjólin þyrftu að komast að minnsta kosti 160 kílómetra á einni hleðslu. Hjólið fékk nafnið LiveWire og á sjónvarpsstöðinni Fox var það titlað „mesta fráhvarf frá hefðinni í 111 ára sögu fyrirtækisins.“ Sala hófst í haust en hvert hjól kostar tæpar fjórar milljónir króna. Fljótt komu upp vandamál með hleðsluna sem erfitt hefur verið að greina. Til að byrja með ráðlögðu Harley Davidson kaupendum að hlaða aðeins hjá umboði á hverjum stað. Nýlega gaf fyrirtækið út yfirlýsingu um að vandamálið hefði verið bundið við eitt hjól og að óhætt væri að nota þau.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent