Gervigreind vélhönd leysir Rubikskubb Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 09:30 Fínhreyfingar þarf svo vélhöndin geti handleikið kubbinn. Mynd/OpenAI Gervigreind og hreyfanleiki vélmenna eru komin á þann stað að ein vélhönd getur nú leyst Rubikskubb. Fyrir utan flókna þraut fyrir marga þá er um að ræða fínhreyfingar sem flest fólk hefur mikið fyrir að ná. Hreyfingarnar eru þó nokkuð klunnalegar, má jafnvel kalla þær ónáttúrulegar. Vélhöndin sem getur þetta er framleidd af Shadow Robot Company og er komin í almenna sölu. Getur höndin meðal annars handleikið egg án þess að brjóta það. Hugbúnaðurinn er forritaður af OpenAI, forritunarhúsi sem hefur meðal annars hannað gervigreind sem hefur betur en mannfólk í tölvuleiknum Dota 2. Teymi OpenAI notaði tækni sem grundvallast á því að kenna vélhendinni með jákvæðri styrkingu. „Til að byrja með veit höndin ekki hvernig hún á að hreyfast eða hvernig kubburinn bregst við þegar það er ýtt við honum,“ segir Peter Welinder, einn rannsakenda í samtali við tímaritið New Scientist.Vélhöndin er með öfluga skynjara sem gera henni kleift að handleika hænuegg.Nordicphotos/GettyVélar hafa áður verið forritaðar til að leysa Rubikskubba, metið eiga verkfræðingar hjá MIT-háskóla sem hönnuðu vél sem leysir kubbinn á 0,38 sekúndum. Munurinn er að nú er verið að nota vél sem getur gert fleiri hluti en að leysa Rubikskubba auk þess að vera með fingur í líki mannsfingra. Notast var við jákvæða styrkingu með því að forrita höndina til að vilja stig og gefa hendinni stig í hvert skipti sem hún leysti nýtt verkefni á borð við að snúa kubbnum við. Gervigreind lærir mun hraðar en mannshugurinn, ef sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár. Vélhöndin er ekki með nein augu þannig að notast er við þar til gerða nema í fingrunum. Gat hún svo lært af mistökum sínum, til dæmis ef hún sneri kubbnum of langt. Welinder segir það allt velta á hversu ruglaður kubburinn er hversu lengi vélhöndin er að leysa þrautina. Besta tilraunin tók um þrjár mínútur. Næsta verkefni er að kenna hendinni að mála og brjóta saman pappír. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gervigreind og hreyfanleiki vélmenna eru komin á þann stað að ein vélhönd getur nú leyst Rubikskubb. Fyrir utan flókna þraut fyrir marga þá er um að ræða fínhreyfingar sem flest fólk hefur mikið fyrir að ná. Hreyfingarnar eru þó nokkuð klunnalegar, má jafnvel kalla þær ónáttúrulegar. Vélhöndin sem getur þetta er framleidd af Shadow Robot Company og er komin í almenna sölu. Getur höndin meðal annars handleikið egg án þess að brjóta það. Hugbúnaðurinn er forritaður af OpenAI, forritunarhúsi sem hefur meðal annars hannað gervigreind sem hefur betur en mannfólk í tölvuleiknum Dota 2. Teymi OpenAI notaði tækni sem grundvallast á því að kenna vélhendinni með jákvæðri styrkingu. „Til að byrja með veit höndin ekki hvernig hún á að hreyfast eða hvernig kubburinn bregst við þegar það er ýtt við honum,“ segir Peter Welinder, einn rannsakenda í samtali við tímaritið New Scientist.Vélhöndin er með öfluga skynjara sem gera henni kleift að handleika hænuegg.Nordicphotos/GettyVélar hafa áður verið forritaðar til að leysa Rubikskubba, metið eiga verkfræðingar hjá MIT-háskóla sem hönnuðu vél sem leysir kubbinn á 0,38 sekúndum. Munurinn er að nú er verið að nota vél sem getur gert fleiri hluti en að leysa Rubikskubba auk þess að vera með fingur í líki mannsfingra. Notast var við jákvæða styrkingu með því að forrita höndina til að vilja stig og gefa hendinni stig í hvert skipti sem hún leysti nýtt verkefni á borð við að snúa kubbnum við. Gervigreind lærir mun hraðar en mannshugurinn, ef sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár. Vélhöndin er ekki með nein augu þannig að notast er við þar til gerða nema í fingrunum. Gat hún svo lært af mistökum sínum, til dæmis ef hún sneri kubbnum of langt. Welinder segir það allt velta á hversu ruglaður kubburinn er hversu lengi vélhöndin er að leysa þrautina. Besta tilraunin tók um þrjár mínútur. Næsta verkefni er að kenna hendinni að mála og brjóta saman pappír.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira