Segir græðgi ógna búsetu á Akranesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 08:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VA. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“ Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Fiskvinnslufyrirtækið Ísfiskur á Akranesi sagði upp öllum starfsmönnum sínum í gær. Um er að ræða varúðarráðstöfun vegna lausafjárvanda fyrirtækisins og mun enn vera vonast til að uppsagnirnar komi ekki til framkvæmda. „Það er lítið annað að gera en að vona að forsvarsmönnum Ísfisks takist á næstu dögum og vikum að endurfjármagna sig, þannig að ekki komi til þessara uppsagna, en það er ljóst að lítið annað er hægt að gera í stöðunni núna en að vona það besta, en búa sig undir það versta,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á vef félagsins. Flestir starfsmanna Ísfisks eru í félaginu. Uppsagnirnar hjá Ísfiski eru ekki eina áhyggjuefni Akurnesinga í atvinnumálum. „Það er ekki bara að það vofi yfir okkur að tæplega sextíu fiskvinnslukonur og -menn séu við það að missa lífsviðurværi sitt ef fyrirtækinu tekst ekki að endurfjármagna sig, heldur er líka verið að ógna stórkostlega atvinnuöryggi og lífsviðurværi þeirra sem starfa hjá fyrirtækjunum á Grundartanga,“ segir í frétt formannsins og er þar vísað til þess að Landsvirkjun hafi hækkað raforkuverð hjá Norðuráli og Elkem Ísland. „Það er þyngra en tárum taki þessi staða sem er að teiknast upp í atvinnumálum okkar Akurnesinga en viðbótarhækkun á raforku til stóriðjunnar á Grundartanga er eins og áður sagði milli fimm og sex milljarðar sem er litlu minna en allur sjávarútvegurinn greiðir í auðlindagjöld. Það liggur fyrir að þegar nánast öll framlegð fyrirtækjanna er þurrkuð upp vegna græðgisvæðingar Landsvirkjunar þá mun það leiða til þess að verið er að ógna lífsviðurværi og atvinnuöryggi fjölda fólks.“ Vilhjálmur segir að Akurnesingar þurfi að þétta raðirnar og segir íbúafund til skoðunar. „Við getum ekki endalaust látið fara svona með okkur þegar kemur að atvinnuöryggi og lífsviðurværi bæjarbúa.“
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Byggðamál Kjaramál Tengdar fréttir Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Öllum sagt upp hjá Ísfiski á Akranesi Búið er að segja öllum starfsmönnum Ísfisks á Akranesi upp. Um er að ræða tæplega 60 starfsmenn og var "afar erfiður“ starfsmannafundur haldinn í dag. 30. september 2019 18:22