Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 10:59 Hilmar B. Jónsson var lengi forseti Klúbbs matreiðslumeistara og sá um matseld í veislum forseta Íslands. Fréttablaðið/Pjetur/Getty Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar. Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar.
Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira