Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2019 12:12 Fjórar Boeing 737 MAX-þotur Icelandair hafa staðið við eitt af gömlu flugskýlum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm. Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00