Segir Trump alltaf hafa verið spilltan Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2019 14:12 Hillary og Chelsea Clinton ásamt Stephen Colbert. Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Hillary Clinton segir það rétta ákvörðun að hefja formlegt ákæruferli gegna Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Clinton og dóttir hennar Chelsea voru gestir Stephen Colbert í þætti hans The Late Show í gærkvöldi. Þær voru mættar til að kynna nýja bók þeirra en bróðurpartur fimmtán mínútna viðtals þeirra fór í að ræða Donald Trump. Eins og flestir vita kepptu Trump og Clinton um embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016 og enn þann dag í dag er Trump iðulega að kalla eftir því að Clinton verði fangelsuð. Því var þó snúið við í þættinum í. Colbert byrjaði á því að spyrja Clinton út í ákæruferlið og símtal Trump við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu. Þar sem Trump bað Zelensky um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. Colbert spurði sérstaklega hvort það væri kominn tími til að „Lock him up“ eða „Læsa hann inni“ og tóku áhorfendur vel undir, eins og gestir kosningafunda Trump gera reglulega. „Formlegt ákæruferli er hafið og þar verða sönnunargögn skoðuð. Ég tel það hárrétt skref,“ sagði Clinton. Hún sagðist telja að þetta tiltekna atvik hefði haft svo mikil áhrif því allir hefðu vitað fyrir að Trump væri spilltur. Hann hefði verið spilltur viðskiptamaður og að framboð hans hefði beðið um aðstoð frá Rússum í forsetakosningunum 2016. „Við höfum vitað það. En að sjá hann í embætti forseta Bandaríkjanna og að setja eigin pólitísku hagsmuni ofar þjóðaröryggi lands okkar, náði í gegnum þá afneitun sem fólk var í,“ sagði Clinton. Hún gerði einnig grín að Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump, þegar Colbert spurði hana hvað henni þætti um að Trump hafi sent hann til Úkraínu, þar sem hann þrýsti á embættismenn að rannsaka Biden. Clinton sagði forseta og ráðherra oft nota sendiboða til að koma skilaboðum sínum áleiðis. Þau skilaboð ættu hins vegar að vera skipulögð í þaula og úthugsuð. „Miðað við það sem við höfum séð í sjónvarp, þá er slík hugsun ekki einn af kostum Giuliani.“Sjá má viðtalið, sem er í tveimur hlutum, hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30 Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30 Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði í dag til að handtaka skyldi pólitískan andstæðing sinn fyrir landráð vegna ummæla um samskipti Trumps við Úkraínuforseta. Forseti Úkraínu segir ríki sitt ekki þurfa að hlýða skipunum annarra. 30. september 2019 18:30
Bað forsætisráðherra Ástralíu um að hjálpa Barr að rannsaka Rússarannsóknina Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þrýsti á Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, og bað hann um að hjálpa William Barr, dómsmálaráðherra sínum, við rannsókn hans á uppruna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 30. september 2019 21:30
Fátt sem kemur í veg fyrir hefndir Trump gegn uppljóstraranum Sérfræðingar óttast að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans komi upp um uppljóstrarann sem kom upp um símtal hans við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, þar sem Trump bað hann um að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing sinn. 1. október 2019 11:45