Þriggja milljarða WOW-högg fyrir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. október 2019 14:47 Gjaldþrot WOW air í mars hefur haft merkjanleg áhrif á rekstur Isavia. vísir/vilhelm Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var neikvæð um 942 milljónir króna, samanborið við jákvæða rekstrarafkomu upp á 2.186 milljónir árið á undan. Þetta má lesa úr nýjum árshlutareikningi Isavia, sem birtur var á vef félagsins í dag.Þar er viðsnúningurinn rakinn að mestu til falls flugfélagsins WOW air í lok mars. Isavia segist þannig hafa þurft að niðurfæra kröfu vegna flugfélagsins, sem nam tæplega 2,1 milljarði króna, auk þess sem tekjur þess drógust saman vegna fækkunar ferðamanna. Félagið áætlar þannig að heildarafkoman fyrir árið í heild verði í járnum. Rekstrartekjur Isavia á fyrri helmingi ársins námu rúmlega 18,1 milljarði króna, sem er um 854 milljóna króna samdráttur samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Aftur á móti stóð rekstrarkostnaður í stað á milli tímabila. Heildarafkoman var um 2,5 milljarða samanborið við 1,5 milljarða jákvæða heildarafkomu á sama tímabili í fyrra. Þessar breytingar eru einkum raktar til aukinnar niðurfærslu viðskiptakrafna upp á 2.054 milljónir króna, neikvæðra gengisáhrifa vegna erlendra lána upp á 1.989 milljónir króna og minnkandi tekna upp á 854 milljónir króna.Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.Vísir/Bjarni„Þrátt fyrir fækkun ferðamanna, einkum skiptifarþega, varð ekki breyting á mestu álagstímunum á Keflavíkurflugvelli. Þetta setti félaginu þröngar skorður varðandi niðurskurð. Þá þótti félaginu ekki fært annað en að framkvæma reikningshaldslega niðurfærslu á ríflega tveggja milljarða kröfu vegna WOW air,“ segir í útskýringu ISAVIA. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að afkoma félagsins sé bersýnilega mörkuð af gjaldþroti WOW air. „Ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu sex mánuði þessa árs fækkaði um hátt í 900 þúsund, eða 20,3% samanborið við sama tímabil í fyrra.“ Við þetta bætast síðan deilur vegna kyrrsetningar á þotu sem WOW air hafði verið með í rekstri. „Ákvörðun Héraðsdóms Reykjaness um að fresta ekki réttaráhrifum úrskurðar um afhendingu þotunnar kom í veg fyrir að kyrrsetningarmálið færi eðlilega leið í dómskerfinu og gerði það að verkum að vélinni umræddu hefur nú verið flogið af landi brott. Við teljum þá ákvörðun héraðsdómara ámælisverða, en erum að leita leiða til að koma málinu á ný á æðra dómstig“, segir Sveinbjörn. Áður hafði Landsréttur úrskurðað félaginu í vil en sá úrskurður var ómerktur af lagatæknilegum ástæðum. „Þó svo að úrskurður Landsréttar hafi verið tæknilega ómerktur þá stendur eftir skoðun dómstólsins,“ segir Sveinbjörn. Uppgjör Isavia í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira