Skipað að þegja um kjarasamninginn Ari Brynjólfsson og Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Max Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar. Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn. Félagssvið Eflingar var stofnað haustið 2018 og Maxim Baru, eða Max eins og hann er iðulega kallaður, var ráðinn sem sviðsstjóri. Hann er frá Kanada og segist hafa verið ráðinn á þeim forsendum að skipuleggja verkfallsaðgerðir félagsins. Var hann í framlínunni í verkfallsaðgerðum Eflingar í vor. „Ég var á góðum launum, vann náið með forystunni til að byrja með og skrifaði meira að segja hvað Sólveig Anna átti að segja um verkföllin. Síðan hvarf hún alveg inn í kjaraviðræðurnar. Á meðan var ég með hóp starfsmanna að vinna hörðum höndum að skipulagi,“ segir Max. „Við vorum hópurinn sem fór á vinnustaði og töluðum pólsku og sýndum félagsmönnum hvernig þeir gátu kosið,“ segir Max. Christina Milcher, sem starfaði á félagssviði Eflingar, og Eliasz Robakjewicz, sem starfaði í verkfallsteyminu, segja bæði að Max hafi verið kallaður á fund nokkrum dögum fyrir undirritun kjarasamninganna, hann hafi ekki fengið að hafa neinn með sér. „Hann var rekinn, okkur var bara tilkynnt um þetta án málalenginga,“ segir Christina. Eliasz tekur undir þetta. „Við vorum búin að vinna langa daga og vorum að skipuleggja verkföll rútubílstjóra,“ segir Eliasz. „Við, þar með talinn Max, fórum aldrei gegn forystu Eflingar. Þau voru mjög ánægð framan af, síðan myndaðist mikil spenna í kringum viðræðurnar.“ Engar ástæður eru gefnar fyrir uppsögninni í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til Max dagsettu 29. mars annað en að uppsögnin sé varanleg og taki gildi samdægurs. Max segir ástæðuna vera þá að Sólveig Anna og hennar nánustu samstarfsmenn hafi á einhvern hátt óttast að hann væri að verða of valdamikill. Max Baru var í framlínu verkfallsaðgerða Eflingar í vor. Fréttablaðið/Anton BrinkVar það skilningur þeirra sem unnu með Max að þau myndu starfa áfram eftir að Efling semdi til að taka þátt í að skipuleggja verkföll opinberra starfsmanna. Hópurinn var leystur upp í kjölfar brottvikningar Max. Fram kemur í bréfi Sólveigar Önnu til starfsmanna félagssviðs að það verði fljótlega farið yfir ástæður þess að Max var rekinn. „Það var alvarlegur trúnaðarbrestur milli mín og Max Baru. Eina lausnin var að reka hann frá Eflingu,“ segir í bréfi Sólveigar, dagsettu 31. mars síðastliðinn. Í bréfinu segir einnig að hún voni að starf hópsins muni halda áfram. Christina segir að stjórnarmeðlimir, starfsmenn og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi óskað eftir að funda með Sólveigu Önnu, Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og Berglindi Rós Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skrifstofu- og mannauðssviðs, varðandi brottreksturinn. Boðaðir hafi verið tveir fundir en Berglind og Viðar hafi aflýst þeim báðum. Í bréfi sem Christina sendi Sólveigu Önnu, Viðari og Berglindi 4. apríl segir hún að það sé skilningur margra að brottrekstur Max megi rekja til valdabaráttu sem gæti komið félaginu illa. Stuttu síðar fundaði hún með Viðari og fór í kjölfarið í leyfi. Max segir forystu Eflingar hafa skikkað stjórnarmenn og trúnaðarmenn til að fá félagsmenn til að samþykkja kjarasamninginn við Samtök atvinnulífsins. Því hafi hann ekki viljað taka þátt í. „Það voru almenn vonbrigði með samninginn. Það sjá það allir sem bera saman kröfugerðina og lokaniðurstöðuna. Það voru lokaðir fundir þar sem fólki var beinlínis skipað að samþykkja samninginn. Hátt sett fólk var að segja við mig að því hefði verið skipað að halda kjafti. Þau vildu ekki hafa mig á vinnustöðunum að tala um innihaldið,“ segir Max. „Það er mjög sorglegt að svona hafi farið, við héldum að eitthvað myndi breytast með nýrri forystu.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar segir mikla óánægju hafa ríkt með kjarasamninginn sem gerður var við Samtök atvinnulífsins í vor. Haldnir hafi verið lokaðir fundir þar sem fólk var skikkað til að samþykkja samninginn. Félagssvið Eflingar var stofnað haustið 2018 og Maxim Baru, eða Max eins og hann er iðulega kallaður, var ráðinn sem sviðsstjóri. Hann er frá Kanada og segist hafa verið ráðinn á þeim forsendum að skipuleggja verkfallsaðgerðir félagsins. Var hann í framlínunni í verkfallsaðgerðum Eflingar í vor. „Ég var á góðum launum, vann náið með forystunni til að byrja með og skrifaði meira að segja hvað Sólveig Anna átti að segja um verkföllin. Síðan hvarf hún alveg inn í kjaraviðræðurnar. Á meðan var ég með hóp starfsmanna að vinna hörðum höndum að skipulagi,“ segir Max. „Við vorum hópurinn sem fór á vinnustaði og töluðum pólsku og sýndum félagsmönnum hvernig þeir gátu kosið,“ segir Max. Christina Milcher, sem starfaði á félagssviði Eflingar, og Eliasz Robakjewicz, sem starfaði í verkfallsteyminu, segja bæði að Max hafi verið kallaður á fund nokkrum dögum fyrir undirritun kjarasamninganna, hann hafi ekki fengið að hafa neinn með sér. „Hann var rekinn, okkur var bara tilkynnt um þetta án málalenginga,“ segir Christina. Eliasz tekur undir þetta. „Við vorum búin að vinna langa daga og vorum að skipuleggja verkföll rútubílstjóra,“ segir Eliasz. „Við, þar með talinn Max, fórum aldrei gegn forystu Eflingar. Þau voru mjög ánægð framan af, síðan myndaðist mikil spenna í kringum viðræðurnar.“ Engar ástæður eru gefnar fyrir uppsögninni í bréfi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, til Max dagsettu 29. mars annað en að uppsögnin sé varanleg og taki gildi samdægurs. Max segir ástæðuna vera þá að Sólveig Anna og hennar nánustu samstarfsmenn hafi á einhvern hátt óttast að hann væri að verða of valdamikill. Max Baru var í framlínu verkfallsaðgerða Eflingar í vor. Fréttablaðið/Anton BrinkVar það skilningur þeirra sem unnu með Max að þau myndu starfa áfram eftir að Efling semdi til að taka þátt í að skipuleggja verkföll opinberra starfsmanna. Hópurinn var leystur upp í kjölfar brottvikningar Max. Fram kemur í bréfi Sólveigar Önnu til starfsmanna félagssviðs að það verði fljótlega farið yfir ástæður þess að Max var rekinn. „Það var alvarlegur trúnaðarbrestur milli mín og Max Baru. Eina lausnin var að reka hann frá Eflingu,“ segir í bréfi Sólveigar, dagsettu 31. mars síðastliðinn. Í bréfinu segir einnig að hún voni að starf hópsins muni halda áfram. Christina segir að stjórnarmeðlimir, starfsmenn og meðlimir samninganefndar Eflingar hafi óskað eftir að funda með Sólveigu Önnu, Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra og Berglindi Rós Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skrifstofu- og mannauðssviðs, varðandi brottreksturinn. Boðaðir hafi verið tveir fundir en Berglind og Viðar hafi aflýst þeim báðum. Í bréfi sem Christina sendi Sólveigu Önnu, Viðari og Berglindi 4. apríl segir hún að það sé skilningur margra að brottrekstur Max megi rekja til valdabaráttu sem gæti komið félaginu illa. Stuttu síðar fundaði hún með Viðari og fór í kjölfarið í leyfi. Max segir forystu Eflingar hafa skikkað stjórnarmenn og trúnaðarmenn til að fá félagsmenn til að samþykkja kjarasamninginn við Samtök atvinnulífsins. Því hafi hann ekki viljað taka þátt í. „Það voru almenn vonbrigði með samninginn. Það sjá það allir sem bera saman kröfugerðina og lokaniðurstöðuna. Það voru lokaðir fundir þar sem fólki var beinlínis skipað að samþykkja samninginn. Hátt sett fólk var að segja við mig að því hefði verið skipað að halda kjafti. Þau vildu ekki hafa mig á vinnustöðunum að tala um innihaldið,“ segir Max. „Það er mjög sorglegt að svona hafi farið, við héldum að eitthvað myndi breytast með nýrri forystu.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51 Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30 Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Segir skrif fyrrverandi skrifstofustjóra Eflingar í Morgunblaðið vekja furðu Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri verkalýðsfélagsins Eflingar, vandar forystumönnum félagsins ekki kveðjurnar í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 25. september 2019 13:51
Fjögur mál í gangi gegn Eflingu vegna starfsmannamála Tveir fyrrverandi starfsmenn sem var sagt upp fyrirvaralaust hjá Eflingu hafa leitað til hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum sínum. Þá hafa tveir starfsmenn í veikindaleyfi leitað til sama lögmanns með sömu kröfu. 20. september 2019 22:30
Forseti Alþýðusambandsins telur Eflingu virða kjarasamninga í starfsmannadeilu Forseti Alþýðusambands Íslands segir sambandið telja að Efling hafi ekki brotið gegn kjarasamningi í starfsmannadeilu sinni. Hæstaréttarlögmaður tveggja kvenna sem hafa verið í veikindaleyfi í ár segir þær fara fram á að fá fjárhagstjón sitt bætt. Sökum aldurs sé ólíklegt að þær fái aðra vinnu, þær eigi þrjú til fjögur ár til eftirlaunaaldurs. Efling hafi ekki sýnt neinn sáttavilja í starfsmannamálunum. 23. september 2019 12:00