Í bleiku á bíósýningu Downton Abbey Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. október 2019 06:00 Halla Þorvaldsdóttir. Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósenta aukning á sölu grænlenska fánans Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira
Sala á Bleiku slaufunni hófst í gær en átakið hófst formlega með sérstakri hátíðarsýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins hvetur alla karlmenn til að vera kjarkaða og bera slaufuna. „Hugmyndin að þessu kviknaði nú bara á góðum teymisfundi í Skógarhlíðinni. Við höfum oft haldið bleik boð og vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert skemmtilegt sem höfðaði til kvenna,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands. Árvekni- og fjáröflunarátak félagsins, Bleika slaufan, hófst formlega í gær. Í ár er slagorð átaksins „Þú ert ekki ein“ en áhersla er lögð á mikilvægi stuðnings og vináttu þegar konur greinast með krabbamein. Því var ákveðið að átakinu yrði hleypt af stokkunum á sérstakri bleikri sýningu á bíómyndinni Downton Abbey. Uppselt var á sýninguna í gærkvöldi en um 900 miðar seldust. Fyrir sýninguna sagðist Halla búast við mikilli og góðri orku í salnum. Hún viðurkenndi að vera mjög spennt fyrir myndinni og það yrði frábært að sjá hana í þessum góða hópi. Í ár verður aðeins breytt út af vananum og í stað nælu er Bleika slaufan hálsmen. „Þetta er tólfta árið sem við erum með sérhannaða slaufu og það var aðeins farið að ræða það hvort það væri ekki tímabært að vera með eitthvað annað en nælu,“ segir Halla. Það er Guðbjörg Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður í Aurum, sem hannar Bleiku slaufuna í ár. „Við höfum verið mjög heppin með slaufurnar sem hafa verið hannaðar fyrir okkur en við erum alveg sérstaklega ánægð með þessa. Við erum sannfærð um að hún verði til þess að slaufan verði meira sýnileg en áður og fleiri gangi með hana,“ segir Halla. Hún viðurkennir að karlar hafi verið pínu feimnir við slaufuna þar sem hún sé hálsmen. „En við hvetjum þá til að vera svolítið kjarkaðir og setja slaufuna upp. Handlagnir geta líka breytt hálsmeninu í nælu með mjög lítilli fyrirhöfn.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósenta aukning á sölu grænlenska fánans Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Sjá meira