Arion banki skoðar að færa markaðsviðskiptin í sérstakt félag Hörður Ægisson skrifar 2. október 2019 07:00 Arion banki. FBL/STEFÁN Arion banki er nú með það til skoðunar að færa markaðsviðskipti bankans, sem sinnir meðal annars miðlun á verðbréfum og gjaldeyri fyrir viðskiptavini, yfir í sérstakt félag. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, staðfestir þetta í svari til Markaðarins. „Á næstu vikum og mánuðum þá munum við skoða kosti þess að setja markaðsviðskiptin í sérstakt félag sem yrði þá dótturfélag bankans,“ segir Haraldur. Hann tekur hins vegar fram að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar en að bankinn muni skoða kosti og galla þessarar hugmyndar á næstunni. Verði niðurstaðan sú að færa markaðsviðskipti bankans í sérstakt dótturfélag mun Arion banki einnig horfa til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bjóða tiltekinn hluta félagsins til sölu til handa lykilstarfsmönnum á sviði verðbréfamiðlunar þannig að þeir yrðu hluthafar á móti bankanum. Tilkynnt var um viðamiklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir hjá Arion banka í lok síðustu viku, sem fólu meðal annars í sér að hundrað starfsmönnum var sagt upp, og samkvæmt nýju skipuriti bankans færðust markaðsviðskipti undir nýtt svið, Markaði, en þau tilheyrðu áður fjárfestingarbankasviði. Við þær breytingar fækkaði starfsmönnum markaðsviðskipta um liðlega helming og eru þeir núna átta talsins. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Arion banki er nú með það til skoðunar að færa markaðsviðskipti bankans, sem sinnir meðal annars miðlun á verðbréfum og gjaldeyri fyrir viðskiptavini, yfir í sérstakt félag. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion, staðfestir þetta í svari til Markaðarins. „Á næstu vikum og mánuðum þá munum við skoða kosti þess að setja markaðsviðskiptin í sérstakt félag sem yrði þá dótturfélag bankans,“ segir Haraldur. Hann tekur hins vegar fram að engar ákvarðanir hafi enn verið teknar en að bankinn muni skoða kosti og galla þessarar hugmyndar á næstunni. Verði niðurstaðan sú að færa markaðsviðskipti bankans í sérstakt dótturfélag mun Arion banki einnig horfa til þess, samkvæmt heimildum Markaðarins, að bjóða tiltekinn hluta félagsins til sölu til handa lykilstarfsmönnum á sviði verðbréfamiðlunar þannig að þeir yrðu hluthafar á móti bankanum. Tilkynnt var um viðamiklar skipulagsbreytingar og hagræðingaraðgerðir hjá Arion banka í lok síðustu viku, sem fólu meðal annars í sér að hundrað starfsmönnum var sagt upp, og samkvæmt nýju skipuriti bankans færðust markaðsviðskipti undir nýtt svið, Markaði, en þau tilheyrðu áður fjárfestingarbankasviði. Við þær breytingar fækkaði starfsmönnum markaðsviðskipta um liðlega helming og eru þeir núna átta talsins.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira