Að brenna sig á sama soðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2019 08:00 Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Sjá meira
Nú berast tíðar fréttir af málum sem koma til kasta Mannréttindadómstóls Evrópu. Nú síðast um hlutabréfaeignir dómara við Hæstarétt sem dæmdu í svokölluðum hrunmálum sem vörðuðu banka þar sem dómararnir áttu sjálfir fjármuni undir. Fréttir sem þessar eru stórfréttir enda eru líkurnar á að dómstóllinn taki mál til efnislegrar meðferðar almennt sáralitlar. Raunar komast mál ekki í gegn nema eftir hafsjó af pappírsvinnu og að útlit sé fyrir að brotið hafi verið á mannréttindum. Brotabrot allra innsendra mála fær efnislega úrlausn og dæmin sýna að mannréttindi eru oft látin lönd og leið á okkar litla landi. Sífellt fleiri Íslendingar hafa leitað til dómstólsins á undanförnum árum. Frá árinu 2003 hefur hann tekið 29 kærur á hendur íslenska ríkinu til meðferðar, þar af tíu á síðustu tveimur árum, og beið íslenska ríkið lægri hlut í sex þessara tíu mála. Sex áfellisdómar yfir íslenska ríkinu. Sex sinnum traðkað á mannréttindum íslenskra ríkisborgara. Vissulega hafa einhverjar réttarbætur verið gerðar, en dómurum ber engin skylda til þess að fylgja fordæmum Mannréttindadómstólsins, enda er hann er ekki áfrýjunardómstóll, svo að mannréttindabrot ríkisins fá að standa um aldur og ævi. Á sama tíma og hver dómurinn á fætur öðrum fellur á hendur íslenska ríkinu lýsa ráðamenn yfir efasemdum um ágæti dómstólsins – að minnsta kosti þegar þeim hugnast ekki niðurstaðan. Slík órökstudd orðræða er ekki til þess fallin að auka traust á stjórn- og réttarkerfinu heldur er hún óábyrg og lýsir fyrst og fremst virðingarleysi í garð þeirra sem í hlut eiga. Ef ráðamenn treysta ekki fjölþjóðlegum erlendum dómstóli, sem við höfum átt aðild að í meira en sex áratugi, þá verða þeir að segja svo og taka síðan ákvörðun um hvort við hreinlega drögum aðild okkar til baka eða viðurkennum eigin mistök og gerum betur. Það þarf að vera hægt að treysta því að ríkisvaldið vinni mál sín af einurð, festu og réttlæti og láti persónulega gremju ekki hlaupa með sig í gönur. Hvað sem því líður er löngu orðið tímabært að stjórnvöld geri gangskör að því að nema úr gildi þau lög sem skerða réttindi einstaklingsins og haldi áfram eðlilegri réttarþróun samhliða breyttri réttarvitund. Sömu mistökin eiga ekki að gerast tvisvar og mannréttindi mega ekki lengur mæta afgangi. Dómstólar eiga að sama skapi ekki að leggjast á sveif með almenningsáliti hverju sinni, líkt og oft virðist raunin. Réttarkerfið þarf að standa í lappirnar.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun