Heimilislaus óperusöngkona fangaði athygli lögregluþjóns og myndbandið sló í gegn Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2019 12:30 Emily Zamourka er með magnaða rödd. Lögregluþjónn í Los Angeles náði myndbandi af Emily Zamourka er hún söng eins og engill á lestarstöð í borginni. Myndbandið hefur nú þegar vakið heimsathygli en Zamourka hefur verið heimilislaus í nokkur ár.CNN greinir frá og nú þegar hefur borgarfulltrúi í Los Angeles hafist handa við að finna heimili fyrir konuna og mun hún einnig koma fram á viðburði í borginni á laugardaginn. Almenningur segir einnig í athugasemdakerfinu við fréttaflutning af þessari mögnuðu söngkonu að hún hafi sungið á lestastöðum um alla borg í langan tíma. Á myndbandinu má heyra Zamourka syngja óperuna O mio babbino caro eftir Giacomo Puccini. Hún flutti til Bandaríkjanna frá Rússlandi þegar hún var 24 ára og lærði á sínum tíma á píanó og fiðlu. Hún byrjaði fyrst á því að þéna peninga á því að spila á fiðlu fyrir almenning í borginni en eftir að óprúttinn aðili eyðilagði fiðluna þurfti hún að hætta að spila. Einnig hefur hún verið að glíma við meiðsli í úlnlið. „Þetta er í raun á ástæðan fyrir því að ég er heimilislaus í dag. Allt í einu gat ég ekki unnið fyrir mér og gat því ekki borgað mína reikninga og leigu,“ segir Zamourka í samtali við miðilinn KABC en hún er í dag 52 ára. Ónefndur maður hefur nú stofnað hópfjármögnun á GoFundMe og hefur náðst að safna 35.000 dollurum til að reyna aðstoða Zamourka að koma undir sig fótunum. Þá hefur borgarfulltrúinn Joe Buscaino sagt að hann sé nú þegar að reyna finna húsnæði fyrir konuna. Hér að neðan má sjá þetta vinsæla myndband sem hefur breytt lífi Emily Zamourka.4 million people call LA home. 4 million stories. 4 million voices...sometimes you just have to stop and listen to one, to hear something beautiful. pic.twitter.com/VzlmA0c6jX — LAPD HQ (@LAPDHQ) September 27, 2019 Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Lögregluþjónn í Los Angeles náði myndbandi af Emily Zamourka er hún söng eins og engill á lestarstöð í borginni. Myndbandið hefur nú þegar vakið heimsathygli en Zamourka hefur verið heimilislaus í nokkur ár.CNN greinir frá og nú þegar hefur borgarfulltrúi í Los Angeles hafist handa við að finna heimili fyrir konuna og mun hún einnig koma fram á viðburði í borginni á laugardaginn. Almenningur segir einnig í athugasemdakerfinu við fréttaflutning af þessari mögnuðu söngkonu að hún hafi sungið á lestastöðum um alla borg í langan tíma. Á myndbandinu má heyra Zamourka syngja óperuna O mio babbino caro eftir Giacomo Puccini. Hún flutti til Bandaríkjanna frá Rússlandi þegar hún var 24 ára og lærði á sínum tíma á píanó og fiðlu. Hún byrjaði fyrst á því að þéna peninga á því að spila á fiðlu fyrir almenning í borginni en eftir að óprúttinn aðili eyðilagði fiðluna þurfti hún að hætta að spila. Einnig hefur hún verið að glíma við meiðsli í úlnlið. „Þetta er í raun á ástæðan fyrir því að ég er heimilislaus í dag. Allt í einu gat ég ekki unnið fyrir mér og gat því ekki borgað mína reikninga og leigu,“ segir Zamourka í samtali við miðilinn KABC en hún er í dag 52 ára. Ónefndur maður hefur nú stofnað hópfjármögnun á GoFundMe og hefur náðst að safna 35.000 dollurum til að reyna aðstoða Zamourka að koma undir sig fótunum. Þá hefur borgarfulltrúinn Joe Buscaino sagt að hann sé nú þegar að reyna finna húsnæði fyrir konuna. Hér að neðan má sjá þetta vinsæla myndband sem hefur breytt lífi Emily Zamourka.4 million people call LA home. 4 million stories. 4 million voices...sometimes you just have to stop and listen to one, to hear something beautiful. pic.twitter.com/VzlmA0c6jX — LAPD HQ (@LAPDHQ) September 27, 2019
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira