Hví breyta verður verðtryggingunni Ólafur Margeirsson skrifar 3. október 2019 07:00 Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólafur Margeirsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir liggur lagafrumvarp um skref til afnáms verðtryggingar til einstaklinga. Lagt er til að lágmarkstími verðtryggðra neytendalána og fasteignalána til neytenda verði tíu ár og hámarkstími slíkra jafngreiðslulána 25 ár. Áfram má veita verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Þá eru tilgreindar miklar og flóknar undanþágur sem ætlað er að komi tekjulágum og ungu fólki best vilji það nota verðtryggt jafngreiðslulán til kaupa á fasteign. Í frumvarpinu er bent á að „þær breytingar sem verða á verðtryggðum neytendalánum, ef frumvarpið nær fram að ganga, auki hvata til að taka frekar óverðtryggð íbúðalán og auki vægi þeirra á markaðnum þar með enn frekar. Þetta hefur m.a. þann ábata að áhrif peningastefnu Seðlabankans á vexti húsnæðislána aukast, þar sem fylgni stýrivaxta bankans við vexti og greiðslubyrði er meiri gagnvart óverðtryggðum íbúðalánum en verðtryggðum. Virkni peningastefnunnar mun þannig aukast og geta hagstjórnarinnar til að bregðast við efnahagssveiflum eflast.“ Það er mjög mikilvægt að allir skilji þetta: verðtrygging á lánum til einstaklinga dregur úr áhrifamætti stýrivaxtabreytinga Seðlabanka Íslands vegna þess að lántakar verðtryggðra lána, hvort sem um jafngreiðslulán eða lán með jöfnum afborgunum er að ræða, eru að stórum hluta varðir fyrir téðum stýrivaxtabreytingum. Þetta rímar við nýlegar rannsóknir frá t.d. Ástralíu og Svíþjóð sem hafa staðfest að því meir sem greiðslubyrði lána breytist við stýrivaxtabreytingar viðkomandi seðlabanka, því meiri er geta seðlabankans til að hafa tilætluð áhrif á hagkerfið. Vegna verðtryggingarinnar virka stýrivaxtabreytingar ekki sem skyldi á Íslandi. Það þýðir að stýrivextir verða að breytast mikið til að ná tilætluðum áhrifum. Miklar stýrivaxtabreytingar valda flökti á vaxtastigi sem aftur leiðir til flökts á gengi krónunnar, hás vaxtamunar við útlönd, vaxtamunarviðskipta (jöklabréfin frægu), erfiðleika við áætlanagerð fyrirtækja í inn- og útflutningi, óstöðugleika í innfluttri verðbólgu og minni trúverðugleika peningastefnunnar sjálfrar. Það eru þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar sem verður að losna við. Því minni sem hlutdeild verðtryggðra lána er í hagkerfinu, því minni verða þessi afleiddu óstöðugleikaáhrif. Hið fyrirliggjandi frumvarp tekur að nokkru leyti á þessum vanda, við ættum að sjá hlutdeild verðtryggðra lána minnka nái það fram að ganga. En vegna hinna víðtæku og flóknu undanþága sem tilgreindar eru er hættan að hlutdeild verðtryggðra lána minnki ekki mikið. Hin afleiddu óstöðugleikaáhrif verðtryggingarinnar á hagkerfið verða því áfram til staðar að stórum hluta. Tilgangur undanþáganna er að auðvelda tekjulágum kaup á fasteign. En þær viðhalda óstöðugleikaáhrifum verðtryggingarinnar að sama skapi. Þess vegna, til að losna við óstöðugleikaáhrifin, væri betra og beinna að hjálpa tekjulágum við kaup á fasteign með skattalegum ívilnunum (t.d. tekjuháðum vaxtabótum) frekar en að beina þeim í átt að lánaformi sem hefur neikvæð áhrif á stöðugleika hagkerfisins. Það er einkar mikilvægt, fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi, að hlutdeild verðtryggðra lána til einstaklinga minnki sem mest. Gildir það bæði fyrir verðtryggð jafngreiðslulán sem og verðtryggð lán með jöfnum afborgunum. Fyrirliggjandi frumvarpi er auðvelt að breyta til að ná tilætluðum áhrifum og er það vonandi að ágætu frumvarpi nú þegar verði breytt svo það verði enn betra. Takist að draga úr hlutdeild verðtryggðra lána ættu Íslendingar að búast við lægra og stöðugra vaxtastigi (sem auðveldar fasteignakaup tekjulágra), stöðugra gengi krónunnar, auðveldari áætlanagerð við inn- og útflutning og stöðugri verðbólgu en við það umhverfi verðtryggingar sem hefur verið til staðar.Höfundur er hagfræðingur.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun