Fótbolti

Norska ungstirnið skorað átján mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Håland eftir leikinn á Anfield í gær.
Håland eftir leikinn á Anfield í gær. vísir/getty
Erling Braut Håland heldur áfram að fara á kostum í Evrópuboltanum heldur áfram að fara á kostum í Evrópuboltanum en hann skoraði eitt marka Red Bull Salzburg í tapi gegn Liverpool í gærkvöld.

Hinn nítján ára gamli Norðmaður gekk í raðir austurríska liðsins í janúar og síðan þá slegið í gegn. Þá sér í lagi í Meistaradeildinni.

Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í fyrstu umferðinni gegn Genk og skoraði svo eitt marka Salzburg í tapinu gegn Liverpool í gær.

Hann er því kominn með fjögur mörk í sínum tveimur fyrstu leikjum í Meistaradeildinni en einnig gert ellefu mörk í átta leikjum í deildinni heima fyrir.

Til að bæta um betur gerði hann þrjú mörk í bikarleik Salzburg gegn SC/ESV Parndorf í síðasta mánuði og er því kominn með átján mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×