Microsoft gerir aðra atlögu að símanum Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 11:34 Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Vísir/getty Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær. Microsoft Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Forsvarsmenn Microsoft kynntu í gær símann Surface Duo og er fyrirtækið þar með að gera aðra atlögu að símaframleiðslu rúmum tveimur árum eftir að framleiðslu síma var „hætt“ hjá Microsoft. Að þessu sinni munu símar fyrirtækisins keyra á Android en ekki stýrikerfi Microsoft, sem mun án efa laða að fleiri notendur. Duo þykir nokkuð merkilegur fyrir þær sakir að hann er með tvo skjái og er samanbrjótanlegur. Skjáirnir eru ekki samanbrjótanlegir eins og með Galaxy Fold, heldur síminn sjálfur. Duo býr yfir tveimur 5,6 tommu skjám, sem samanlagt samsvarar 8,3 tommum. Kynning Microsoft í gær innihélt þó ekki mikið meiri upplýsingar um símann en það. Síminn mun þó ekki birtast í hillum verslana fyrr en seint á næsta ári. Samhliða símanum kynnti fyrirtækið einnig tveggja skjáa spjaldtölvu sem ber heitið Suface Neo. Sú spjaldtölva mun þó keyra á nýrri útgáfu af stýrikerfi Microsoft sem kallast Windows 10X.Blaðamenn CNet vekja athygli á því að það gæti reynst Microsoft erfitt að ná góðri stöðu á markaðssímum heimsins. Í dag séu í raun þrjú fyrirtæki sem stýri mörkuðunum. Á öðrum fjórðungi þessa árs voru 22 prósent seldra síma frá Samsung, 17 prósent frá Huawei og ellefu prósent frá Apple. Samkvæmt greiningaraðilum er ekkert annað fyrirtæki með tíu prósent markaðshlutdeild. Hér að neðan má sjá myndbönd um þær vörur sem Microsoft kynnti í gær.
Microsoft Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent