Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 11:36 Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi og er afar ósáttur við að vera settur á lista að sér forspurðum. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019 Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira