Ósáttur við að vera settur á mótmælalista að sér forspurðum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 11:36 Jón Bjarni Steinsson á Dillon segist aldrei hafa skrifað undir mótmæli við lokun fyrir bílaumferð á Laugavegi og er afar ósáttur við að vera settur á lista að sér forspurðum. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019 Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira
Jón Bjarni Steinsson eigandi og framkvæmdastjóri veitingastaðarins Dillon við Laugaveg er afar ósáttur við að nafn staðarins sé sett á lista yfir þá kaupmenn og rekstraraðila sem eru á móti því að Laugavegi verði lokað fyrir bílaumferð. „Ég er mjög ósáttur. Ég samþykkti þetta aldrei,“ segir Jón Bjarni í samtali við Vísi. Heilsíðuauglýsing birtist í Morgunblaðinu í dag þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt. Jón Bjarni segist ekki vita hvernig hann eigi að bregðast við því að vera settur á einhvern lista að sér forspurðum.Jón Bjarni segir þennan lista ekki trúverðugan. Hans fyrirtæki er þar þó Jón Bjarni hafi neitað að skrifa undir. Og svo mun vera um fleiri.„Verð ég ekki bara að fara fram á innköllun á Mogganum í dag? Það getur ekki verið mikið vesen. Þetta eru ekki nema örfáar hræður sem lesa þetta,“ segir Jón Bjarni háðslega. Hann hefur það til marks um óvönduð vinnubrögð að ekki hafi einu sinni tekist að stafsetja nafn götunnar rétt í auglýsingunni, hvað þá meira: „Laugaveigi afhenntur“. Jón Bjarni segist „að sjálfsögðu vera fylgjandi því að Laugavegur verði göngugata. Og vil gjarnan vita hvernig ég endaði á þessum lista. Ég var búinn að neita að skrifa undir,“ segir Jón Bjarni og lætur það fylgja sögunni að það hafi verið erfitt að bíta þann af sér sem vildi fá nafn hans á listann. „Ég hef heyrt að þeir séu fleiri á þessum lista sem koma af fjöllum.“ Þá má nefna að kaupmaðurinn Hörður Ágústsson kenndur við Macland, sem hefur verið ákafur talsmaður þess að Laugavegur verði gerður að göngugötu, telur um að ræða afar vafasama auglýsingu, svo ekki sé meira sagt. Þá skoðun sína tjáir hann umbúðalaust á Twitter-reikningi sínum. 2/5 Það eru nöfn á þessum fyrirtækjalista sem koma mér gríðarlega á óvart. Auglýsingin er keypt af "Miðbæjarfélaginu" og birtast þessar auglýsingar með. Þetta eru fyrirtækin sem setja nafn sitt við það að miðbærinn sé talaður niður í drullu og svað. Fínt að nótera það hjá sér pic.twitter.com/Jm8ogrdyet — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20194/5 Það er ekki eitt atriði sem þau leggja til sem meikar neinn sense. Tölurnar sem þau nota um tóm rými eru í besta falli misvísandi og allt er þetta gert til að skapa FUD (fear, uncertainty, doubt). FUD aðgerðir skila árangri, í þessu tilviki er það að eyðileggja þau sjálf. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 20195/5 Eyðileggingin sem þessi orðræða hefur skapað síðustu 3-4 árin er mjög alvarleg. Ábyrgð fólks sem fer með svona orð í fréttir, greinar, auglýsingar er mikil. Sem rekstraraðili í miðbænum þá er ég gríðarlega vonsvikinn að sjá þetta. — Hörður Ágústsson (@horduragustsson) October 3, 2019
Göngugötur Neytendur Reykjavík Samgöngur Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Sjá meira