Fótbolti

Pogba ekki í franska hópnum sem mætir Íslandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson í leik Frakklands og Íslands í París í mars.
Pogba í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson í leik Frakklands og Íslands í París í mars.
Paul Pogba, leikmaður Manchester United, er ekki í franska landsliðshópnum sem mætir Íslandi og Tyrklandi í undankeppni EM 2020. Pogba er meiddur á ökkla.

Franski hópurinn er að vanda gríðarlega sterkur. Fjórtán af 23 leikmönnum í franska hópnum voru í heimsmeistaraliðinu í fyrra.



Frakkland og Ísland eigast við á Laugardalsvelli föstudaginn 11. október. Frakkar unnu fyrri leikinn í París, 4-0.

Frakkland er með 15 stig í 2. sæti H-riðils undankeppni EM. Tyrkland er einnig með 15 stig í toppsætinu en Ísland er með tólf stig í 3. sætinu.

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnir íslenska hópinn fyrir leikina gegn Frakklandi og Andorra á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×