Hvort Píratar eða VG hafi betri stefnu í hryðjuverkamálum Jakob Bjarnar skrifar 3. október 2019 14:57 Félagsvísindastofnun spyr meðal annars um það hvaða stjórnmálaflokkur hafi bestu stefnuna í vörnum gegn hryðjuverkum. AP/Sam Clack Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Í þessu eldhúsi er verið að kokka einhvern ógeðisdrykk, segir dyggur lesandi Vísis. Hann hafði samband við ritstjórn og var ekki skemmt vegna skoðanakönnunar sem hann fékk í vikunni til úrlausnar frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Honum þótti spurningarnar hinar undarlegustu. Þar var honum meðal annars gert að taka afstöðu til spurningarinnar hvort hann myndi vilja bjarga mannslífi ef það kostaði 1,5 milljarð? Maðurinn sagðist hafa skrifað harðorða athugasemd til Félagsvísindastofnunar vegna þessa. Hann telur hugsanlegt að þarna sé einhver stjórnmálaflokkur eða samtök að fiska í gruggugum sjó því meðal þess sem spurt er um er hvaða stjórnmálaflokkur á Íslandi hann telji hafa bestu stefnu til að sporna við hryðjuverkum á Íslandi.Dæmi um úrlausnarefni fyrir þá sem tóku þátt í könnuninni.Svo eru þeir stjórnmálaflokkar sem eiga sæti á þingi taldir upp. Á almenningur, eins og málum er háttað, að hafa skoðun á því hvort VG eða Píratar hafi „betri“ stefnu í vörnum gegn hryðjuverkum? Spurði viðmælandi Vísis forviða. En, hann er í svokölluðum netpanel, rafrænu úrtaki, hópi fólks sem svarar reglulega skoðanakönnunum á netinu.Alþjóðleg könnun um afstöðu til hryðjuverka Vísir setti sig í samband við Félagsvísindastofnun og spurði hvað væri í pípunum? Fyrir svörum var sjálfur panelstjórinn Ævar Þórólfsson. Hann kannaðist við þessa tilteknu könnun en hafði hana þó ekki á sínum snærum. En, vissi þó að um var að ræða könnun sem tengdist alþjóðlegu samstarfi. Og úrtakið væri stórt eða um sex þúsund manns.Viðmælandi Vísis taldi að þarna væri heldur betur verið að fiska í gruggugum sjó.„Þetta er könnun um afstöðu fólks til hryðjuverka og allskonar mála tengdum hryðjuverkum. Ef ég man rétt er þetta lagt fyrir eins í mörgum löndum og þá fókuserað á Norðurlöndin. Þetta eru allskonar spurningar sumar sem manni finnst kannski skrítnar; hvernig á þetta við um íslenskt samfélag?“ segir Ævar. Og tekur undir með það að þessar tilteknu spurningar kunni að hljóma torkennilega í íslensk eyru.Félagsvísindastofnun framkvæmdaaðili Ævar bendir á að þegar svo háttar til, að um alþjóðlegt samstarf er að ræða þá hafi þau hjá Félagsvísindastofnuninni minni stjórn á því um hvað og hvernig væri spurt. „Við erum bara framkvæmdaaðili,“ segir Ævar sem telur víst að þessi tiltekni spurningavagn sé að til kominn vegna milligöngu einhvers kennara við Háskólann. Ævar segir að það sé mikið í gangi hjá Félagsvísindastofnun, þar séu fjórtán starfsmenn sem sinna meðal annars gerð og framkvæmd kannana sem séu tengd styrkjum sem kennarar hafi fengið, eða fyrir stofnanir og fyrirtæki. Öll verkefni eru útseld, stofnunin er ekki á fjárlögum en minna sé um það hjá Félagsvísindastofnun en öðrum fyrirtækjum á þessu sviði að stjórnmálaflokkar kaupi hjá þeim kannanir.* Uppfært 16:40Umrædd könnun tengist verkefni sem þrír fræðimenn við Félagssvið HÍ og norrænir samstarfsfélagar þeirra fengu styrk til að rannska, sem nemur 120 milljónum frá Nordforsk; áhrif hryðjuverkaógnar á borgara og einnig áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum á viðhorf fólks til lýðræðis og trausts á stjórnvöldum. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands á sínum tíma kom fram að af heildarstyrk til verkefnisins komi 32,5 milljónir í hlut Háskóla Íslands, en meðal aðstandenda þess eru þau Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar, Hulda Þórisdóttir, dósent í stjórnmálafræði og Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Hryðjuverk í Evrópu Skóla - og menntamál Varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira