Trump kallar eftir því að yfirvöld Kína rannsaki Biden Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2019 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019 Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallar eftir því að yfirvöld í Kína rannsaki Joe Biden, pólitískan andstæðing Trump, og son hans, Hunter Biden. Sömuleiðis kallar hann eftir því að yfirvöld í Úkraínu rannsaki feðgana. Um er að ræða viðbrögð Trump við ákæruferli Demókrata á hendur Trump fyrir embættisbrot. Trump óskaði í símtali við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í sumar eftir rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joe Biden þar í landi. Skömmu áður hafði Trump fryst hundrað milljóna dala hernaðaraðstoð sem samþykkt hafði verið til Úkraínu. Samkvæmt lögum Bandaríkjanna er ólöglegt að þiggja hjálp erlends ríkis í kosningum. Biden þykir líklegastur til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna 2020. Ákall forsetans um rannsókn Kínverja kom óumbeðið þegar Trump var spurður út í nákvæmlega hvað hann vildi frá Zelensky. „Kína ætti að hefja rannsókn á Biden-feðgunum,“ sagði hann. Hann sagðist ekki hafa beðið Xi Jinping, forseta Kína, um að hefja slíka rannsókn, „enn sem komið er“ og sagðist ætla að hugsa um það. Þá gaf Trump í skyn að Kína hefði einhvern veginn fengið góðan viðskiptasamning við Bandaríkin út af Biden-feðgunum. Trump og bandamenn hans halda því fram að Hunter Biden, sonur Joes Biden, hafi nýtt stöðu föður síns til að sannfæra Kínverja um að fjárfesta fyrir einn og hálfan milljarð dala í fjárfestingarfélagi sem hann átti hlut í.Wow. Here's Trump making a veiled threat that China should start investigating the Bidens because "I'm sure President XI does not like being under that kind of scrutiny ... they call that a payoff." pic.twitter.com/WhJN4gn1yW— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2019
Bandaríkin Donald Trump Kína Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01 Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00 Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00 Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59 Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Pompeo laug um símtalið við Zelensky Fyrst þegar fjölmiðlar komust á snoðir um símtalið neitaði Pompeo að tjá sig um það því hann vissi ekki af því og hafði ekki lesið eftirrit upp úr því. 2. október 2019 12:01
Óvissa um eftirrit af símtali Trump og Zelensky Núverandi og fyrrverandi starfsmenn Hvíta hússins, segja eftirrit af símtali Donald Trump og Volodymir Zelensky, forsetum Bandaríkjanna og Úkraínu, bera ummerki þess að hluti samskipta þeirra hafi verið fjarlægður. 3. október 2019 11:00
Trump segir Demókrata fremja valdarán Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar demókrata á þingi um að skipuleggja valdarán með tilraunum sínum til að rannsaka embættisfærslur forsetans. 2. október 2019 09:00
Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins kölluðu eftir endurbótum á embætti ríkissaksóknara Úkraínu, um svipað leyti og Joe Biden gerði hið sama. 3. október 2019 14:59
Pence varaforseti blandaðist inn í þrýsting Trump á Úkraínu Trump hefur farið mikinn vegna Úkraínumálsins í dag. Á blaðamannafundi með forseta Finnlands gaf hann sterklega í skyn að einn leiðtoga demókrata væri með lítil typpi. 2. október 2019 23:08