Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. október 2019 18:30 Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. Rekstrarsjóðir Gamma sem færðir voru niður á mánudag um 99% og 60% eru svokallaðir fagfjárfestasjóðir. Í lögum um slíka sjóði kemur fram að rekstrarfélög skuli vera með eftirlitskerfi og vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns á hverjum tíma. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að setja nánari reglur um slíkt eftirlitskerfi. Mál Gamma:Novus er nú til rannsóknar hjá eftirlitinu eftir að nýir stjórnendur vísuðu málinu þangað fyrir nokkrum dögum. Eitthvað virðist kerfinu hafa verið ábótavant en fjárfestar í Gamma:Novus hafa kallað eftir rannsókn á því hvað fór úrskeiðis hjá sjóðnum undanfarna daga. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir afar mikilvægt að útvega nýtt fjármagn inní félagið svo hægt sé að halda áfram með verkefni en Upphaf fasteignafélag Gamma:Novus er með 277 íbúðir í byggingu. Máni Atlason framkvæmdastjóri GammaVísir/Egill„Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Fréttastofa sendi fyrirspurn til lífeyrissjóða um hvort þeir eigi hlutdeildarskírteini eða skuldabréf í rekstrarsjóðunum tveimur. Ekki þurfti að senda á alla því á heimasíðum þeirra kom fram að þeir ættu ekki í sjóðnum. Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í Gamma:Novus eða Gamma:Anglia en það eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Festa, Birta og Lífsverk. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. Rekstrarsjóðir Gamma sem færðir voru niður á mánudag um 99% og 60% eru svokallaðir fagfjárfestasjóðir. Í lögum um slíka sjóði kemur fram að rekstrarfélög skuli vera með eftirlitskerfi og vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns á hverjum tíma. Þá er Fjármálaeftirlitinu heimilt að setja nánari reglur um slíkt eftirlitskerfi. Mál Gamma:Novus er nú til rannsóknar hjá eftirlitinu eftir að nýir stjórnendur vísuðu málinu þangað fyrir nokkrum dögum. Eitthvað virðist kerfinu hafa verið ábótavant en fjárfestar í Gamma:Novus hafa kallað eftir rannsókn á því hvað fór úrskeiðis hjá sjóðnum undanfarna daga. Máni Atlason framkvæmdastjóri Gamma segir afar mikilvægt að útvega nýtt fjármagn inní félagið svo hægt sé að halda áfram með verkefni en Upphaf fasteignafélag Gamma:Novus er með 277 íbúðir í byggingu. Máni Atlason framkvæmdastjóri GammaVísir/Egill„Við teljum okkur hafa lagt fram trúverðuga áætlun um það hvernig við getum varið verðmæti kröfuhafa og höfuðstól skuldabréfsins og stóran hluta af vöxtunum en til þess að það gangi þá þurfa lánveitendur að vinna með okkur og við þurfum að safna auknu fjármagni,“ segir Máni. Fréttastofa sendi fyrirspurn til lífeyrissjóða um hvort þeir eigi hlutdeildarskírteini eða skuldabréf í rekstrarsjóðunum tveimur. Ekki þurfti að senda á alla því á heimasíðum þeirra kom fram að þeir ættu ekki í sjóðnum. Fjórir lífeyrissjóðir fjárfestu í Gamma:Novus eða Gamma:Anglia en það eru Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Festa, Birta og Lífsverk.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Sölvi Blöndal segir skilið við Gamma Sölvi Blöndal, sem starfað hefur sem efnahagsráðgjafi Gamma, hefur ákveðið að róa á önnur mið. 3. október 2019 11:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00