Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Heimir Már Pétursson skrifar 3. október 2019 19:30 Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson. Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Aukinn áhugi Bandaríkjanna á málefnum norðurslóða sýnir sig með þátttöku þeirra í Hringborði norðurslóða í Hörpu í næstu viku. Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. Á þinginu verður meðal annars rætt við vísindamenn beint frá Norðurskautinu. Árlegt þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, hefst í Hörpu eftir viku. Dagfinnur Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri Hringborðsins segir aukinn áhuga stórveldanna á málefninu koma skýrt fram á þinginu. „Þannig að það setur nokkuð mark sitt á þetta þing frekar en þau sem verið hafa á liðnum árum.“ Og það kemur háttsettur embættismaður frá Bandaríkjunum á þingið? „Já orkumálaráðherra Bandaríkjanna kemur á þingið. Hann óskaði eftir því sérstaklega við Hringborð norðurslóða að fá að koma og flytja ræðu,“ segir Dagfinnur. Sem og Antti Rinne forsætisráðherra Finnlands, Jeppe Kofod utanríkisráðherra Danmerkur, John Kerry fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, auk áhrifafólks víða að, vísindamanna og samtaka. Þá mætir forstöðukona National Science Foundation til þingsins. „Það eru þó nokkuð mikil tíðindi því það er ein öflugasta vísindastofnun í heimi, National Science Foundation í Bandaríkjunum. En síðan má nefna líka, vegna þess að það er eitt af því sem rætt hefur verið á fyrri þingum, sem er þessi aukna þátttaka Asíuríkja á Hringborði Norðurslóða. Ein ástæðan fyrir því að þeir koma og sækja þingið eru hin miklu áhrif sem breytingarnar á norðurslóðum hafa í Asíu,“ segir Dagfinnur. Ráðstefnugestum býðst að tengjast viðamesta rannsóknarleiðangri sem nokkru sinni hefur verið farinn á norðurskautið og kallast MOSAIC og hófst í síðasta mánuði þegar þýski ísbrjóturinn Norðurstjarnan sigldi beint inn í norðurskautsísinn. „Og hann látinn reka þar yfir veturinn. Þetta er mjög alþjóðlegt samstarfsverkefni sem þjóðir í Evrópu, vestanhafs og líka asíuríkin eiga þátt í. Og einmitt boðið upp á það að tengjast skipinu sem núna er komið inn í hafísinn og leggja spurningar fyrir áhöfnina,“ segir Dagfinnur Sveinbjörnsson.
Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07