Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 13:30 Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum. gamma Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00