Ekki kunnugt um að fleiri sjóðir í Gamma séu í vandræðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2019 13:30 Eignir í fjórum sjóðum hafa rýrnað í Gamma á síðustu misserum. gamma Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni. GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eignir í fjórum af fjörutíu sjóðum í rekstri hjá Gamma Capital Management hafa rýrnað verulega á þessu ári. Þannig tóku tveir sjóðir þátt í skuldabréfaútboði WOW Air á síðasta ári sem féll í mars og eignir tveggja fasteignasjóða hafa verið færðar niður eftir að nýir stjórnendur tóku við. Framkvæmdastjóri Gamma segist ekki vera kunnugt um að fleiri sjóðir Gamma séu í vandræðum en þeir tveir sem þegar hefur verið tilkynnt um. Eignir tveggja fasteignasjóða Gamma:Novus og Gamma:Anglia hjá fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management voru færðar verulega niður í vikunni. Fram hefur komið að ástæður fyrir niðurfærslu á Novus sé m.a. ofmat eigna, hærri kostnaður og aðrar uppgjörsaðferðir en fyrri stjórnendur notuðu. Þá verði rannsakað hvað fór úrskeiðis. Í Gamma:Anglia sem heldur utan um fasteignaverkefni á Bretlandi eru skýringarnar í bréfi til hluthafa sagðar vera hætt var við byggingu fjölbýlishúss í Cornwall. Kostnaður vegna undirbúnings verkefnisins var því afskrifaður. Sjóðurinn leitaði utanaðkomandi lánsfjármögnunar í vor til þess að mæta lausafjárþörf sem stafaði af því að hann hafði skuldbundið sig til þátttöku í verkefnum umfram fjárfestingargetu. Í júlí varð ljóst að verkefni sjóðsins, sem unnin voru í samstarfi við fasteignaþróunarfélagið Continent væru komin í ógöngur vegna framúrkeyrslu kostnaðar verkefna, ofskuldsetningar og fjárþarfar og því líklegt að fjárfesting sjóðsins tapist að mestu eða öllu leyti. Þá sé útlit fyrir að heimtur af fjárfestingu sjóðsins í þróunarfélaginu Lusso Homes verði litlar sem engar. Sala eigna hafi gengið hægt og því hafi félaginu ekki verið fært að innleysa árangursgreiðslur eins og stefnt var að, með tilheyrandi rekstrarerfiðleikum. Á síðasta ári tóku svo tveir fjárfestingarsjóðir hjá Gamma Capital Management þátt í skuldabréfaútboði Wow Air og fjárfestu á þávirði fyrir 270 milljónir króna í útboðinu. Í mars á þessu ári var svo WOW air gjaldþrota. Það gjaldþrot er nú í skiptaferli en ólíklegt er að þessar kröfur fáist greiddar. Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma Capital Management, er ekki kunnugt um að fleiri sjóðir en Gamma:Novus og Gamma:Capital séu í vandræðum hjá fjármálafyrirtækinu en fjörutíu sjóðir eru þar inni. „Frá því að nýtt teymi kom hér inn þá höfum við verið að skoða sjóði og við töldum að þarna væru tveir sjóðir í vandræðum og upplýstum um það án tafar. Mér er ekki kunnugt um sambærileg mál í öðrum sjóðum,“ segir Máni.
GAMMA Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00 Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30 „Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sjóvá áskilur sér rétt til að fá óháða úttekt á því hvað fór úrskeiðis hjá Gamma:Novus Forstjóri Sjóvá segir að tryggingafélagið áskilji sér allan rétt til að fara fram á að gerð verði úttekt á því hvað fór úrskeiðis í rekstrarsjóðnum Gamma:Nova.Fulltrúar félagsins áttu fund með nýjum stjórnendum Gamma í gær. Framkvæmdastjóri Gamma segir að lögð hafi verið fram áætlun um hvernig hægt sé að verja verðmæti kröfuhafa í sjóðnum. 3. október 2019 12:00
Fjórir lífeyrissjóðir hafa upplýst tap vegna sjóða Gamma Fasteignaþróunarfélagið Upphaf sem er í eigu Gamma:Novus er með hátt í þrjú hundruð íbúðir í byggingu eða sölu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri Gamma segir mikilvægt að fá aukið fjármagn inní félagið til að halda framkvæmdum áfram. 3. október 2019 18:30
„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. 3. október 2019 12:00