Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Starfsmaður embættis forseta Íslands áreiti tvo samstarfsmenn menn sína vinnuferð til Parísar. Maðurinn var sendur í leyfi og áminntur en er kominn aftur til starfa.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá landinu það sem eftir er dags vegna veðurs og hafa önnur flugfélög gripið til sömu aðgerða. Við verðum í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli þar sem margir fjölmargir farþegar sitja nú fastir. Rúmlega 120 manns hafa sótt um neyðarstyrk í sérstakan sárafátækarstjóð Rauða krossins síðan sjóðurinn var stofnaður í mars. Öryrki og tveggja barna móðir segir neyðina mikla. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig verður rætt við netöryggissérfræðing hjá Landsbankanum um tölvuglæpi og svæðisstjóra Save the Chuildren í Hemen um mannúðarkrísu í landinu. Auk þess verðum við í beinni útsendingu frá stærstu myndlistarsölusýningu landsins og fylgjumst með þingmönnum í reykköfun.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×