Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 21:11 Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinn vísir/daníel Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00