Plastið hefur áhrif á heilsu slökkviliðsmanna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2019 22:30 Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna. Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Útbreiðsla plasts í umhverfinu eykur líkur á því að slökkviliðsmenn fái krabbamein. Þetta segir slökkviliðsmaður og að í dag séu þeir allt að tvisvar sinnum líklegri en aðrir til að fá ákveðnar tegundir krabbameins. Þingmönnum var boðið á slökkvistöðina í Skógarhlíð í Reykjavík í dag til að kynna sér störf slökkviliðsmanna. Kjördæmavika er á Alþingi og því þótti slökkviliðsmönnum upplagt að fá þingmennina í heimsókn til að ræða við þá. Á meðal þess sem þingmenn voru fræddir um voru hættur sem fylgja starfinu. Ein af þeim eru auknar líkur á krabbameini. „Við eiginlega vöknuðum upp við vondan draum fyrir svona tíu árum síðan. Við áttuðum okkur á því að okkar félagsmenn voru í óeðlilegu, að okkur fannst allavega í óeðlilegu mæli að fara snemma í gröfin vegna krabbameins,“ segir Borgar Valgeirsson slökkviliðsmaður. Borgar segir vakningu hafa orðið meðal slökkviliðsmanna um allan heim um að starfinu fylgji aukin hætta á krabbameini. Þannig séu slökkviliðsmenn allt að tvisvar sinnum líklegri til að fá eistnakrabbamein en aðrir og húðkrabbamein og mergæxli eru líka algeng meðal slökkviliðsmanna. Borgar segir útbreiðslu á plasti hafa sitt að segja. „Við áttuðum okkur allt í einu á því að það er allt annað dót sem er að brenna í raun og veru heldur en áður. Það er að segja öll okkar heimili, sem sagt fötin okkar, húsgögnin okkar, er allt orðið úr plasti. Þegar þetta brennur þá verða til gufur sem við erum svo að vinna í þegar við erum að fara heim til fólks þar sem við erum að slökkva í þessu og það leggst á húðina á okkur og fer þaðan væntanlega inn í líkmann,“ segir Hákon. Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestra slökkviliðsmanna fengu þingmenn að spreyta sig á reykköfun. Þeir sögðu reynsluna auka skilning á starfinu og þeir finna meira þakklæti í garð slökkviliðsmanna.
Heilbrigðismál Slökkvilið Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira