Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2019 08:11 Veðrið hefur ekki leikið við íbúa á suðvesturhorninu og Suðurlandi síðustu daga. Vísir/vilhelm Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst. Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. Þannig mun rigna ansi duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi en seinnipartinn lægir mikið og styttir upp, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Ofsaveður hefur geisað á Suður- og Suðvesturlandi síðan í gær og hafði til að mynda mikil áhrif á flugsamgöngur. Í viðvörun á vef Veðurstofunnar segir að einkum megi búast við úrkomu við jöklana. „Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum á þeim svæðum í dag. Ferðamenn eru hvattir til að sýna aðgát við óbrúaðar ár, þá sérstaklega í grennd við Þórsmörk. Á suðausturhelmingi landsins má búast við vatnavöxtum fram á sunnudagseftirmiðdag.“ Þá eru gular viðvaranir Veðurstofu Íslands á Suðurlandi og Faxaflóa í gildi fram eftir morgni en búast má við hviðum yfir 35 m/s á þeim svæðum.Trampólín á akbraut Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr. Samkvæmt flugáætlun á vef Isavia hafa flugvélar tekið af stað frá Keflavíkurflugvelli nú á áttunda tímanum í morgun eftir röskun gærdagsins. Engar komur eru hins vegar áætlaðar fyrr en á ellefta tímanum. Þá sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fjölda útkalla vegna veðurs í gærkvöldi. Flest útköllin sneru að þakplötum og byggingarefni sem fauk í hvassviðrinu en í einu tilviki hafði trampólín fokið inn á akbraut á Grensásvegi. Áætlað er að veðrið gangi að mestu niður í kvöld og á sunnudag, sem verður fremur rólegur. Um kvöldið má þó búast við vaxandi austanátt og á mánudag fer að rigna suðaustan og austanlands í allhvassri austan- og norðaustanátt. „Fremur milt eins og oft vill vera þegar lægðir koma úr suðvestri og dæla til okkar mildu lofti ættuðu langt sunnan úr höfum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ mánudag:Austan og norðaustan 10-18, en 18-23 við suðurströndina fram eftir morgni. Talsverð rigning SA- og A-lands en dálítil væta í öðrum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig.Á þriðjudag:Norðaustan 8-15 og rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast sunnan heiða.Á miðvikudag og fimmtudag:Norðaustanátt og dálítil rigning N- og A-lands, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.Á föstudag:Norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt og bjart veður á S- og V-landi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Veður Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira