Peningalofti hleypt úr fótboltablöðru Benedikt Bóas skrifar 5. október 2019 10:00 Úr leik karlaliðs Víkings í sumar. vísir/bára „Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
„Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann