Þegar byrjað að ferja þorra hópsins úr landi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2019 09:46 Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. Þorra hópsins var útveguð gisting í nótt og þegar er byrjað að ferja hann úr landi. Upplýsingafulltrúi Icelandair áætlar að langflestir komist leiðar sinnar í dag, en þó sé ekki útilokað að einhverjir farþegar þurfi að bíða til morguns.Sjá einnig: Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr af öryggisástæðum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi þurft að leysa úr málefnum um 2200 farþega vegna veðursins í gær, þar af voru um 1300 skiptifarþegar. Stærstum hluta hópsins var útveguð gisting í nótt, um 1700 til 1800 manns. Ásdís áætlar að flugáætlun dagsins muni að mestu leyti standast, en nú þegar hafa 11 vélar flogið frá Keflavík þennan morguninn. Hún útilokar þó ekki að keðjuverkunin sem hlýst af niðurfellingu flugs gæti haft einhver áhrif í dag, sem muni að mestu koma fram í smávægilegum seinkunum. Til þess að sporna við áhrifunum hafi Icelandair bætt við tveimur ferðum til Bandaríkjanna í dag. Flogin var aukaferð til Boston í morgun og verður bætt við aukavél til Seattle seinni partinn. Ásdís segir að vélarnar muni gera Icelandair kleift að koma stærstu hluta farþega sinn á áfangastað í dag. Þó sé ekki útilokað að einhver hluti þeirra þurfi að bíða til morguns. Fréttir af flugi Icelandair Veður Tengdar fréttir Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11 Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Veðurofsi gærdagsins hafði áhrif á um 2200 farþega Icelandair. Þorra hópsins var útveguð gisting í nótt og þegar er byrjað að ferja hann úr landi. Upplýsingafulltrúi Icelandair áætlar að langflestir komist leiðar sinnar í dag, en þó sé ekki útilokað að einhverjir farþegar þurfi að bíða til morguns.Sjá einnig: Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Icelandair og fleiri flugfélög aflýstu öllum flugferðum sínum til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og í gærkvöldi vegna veðurs. Þegar mest lét síðdegis má áætla að á annað þúsund farþega hafi setið föst úti í flugvélum, þar sem ekki var hægt að nota landgöngubrýr af öryggisástæðum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi þurft að leysa úr málefnum um 2200 farþega vegna veðursins í gær, þar af voru um 1300 skiptifarþegar. Stærstum hluta hópsins var útveguð gisting í nótt, um 1700 til 1800 manns. Ásdís áætlar að flugáætlun dagsins muni að mestu leyti standast, en nú þegar hafa 11 vélar flogið frá Keflavík þennan morguninn. Hún útilokar þó ekki að keðjuverkunin sem hlýst af niðurfellingu flugs gæti haft einhver áhrif í dag, sem muni að mestu koma fram í smávægilegum seinkunum. Til þess að sporna við áhrifunum hafi Icelandair bætt við tveimur ferðum til Bandaríkjanna í dag. Flogin var aukaferð til Boston í morgun og verður bætt við aukavél til Seattle seinni partinn. Ásdís segir að vélarnar muni gera Icelandair kleift að koma stærstu hluta farþega sinn á áfangastað í dag. Þó sé ekki útilokað að einhver hluti þeirra þurfi að bíða til morguns.
Fréttir af flugi Icelandair Veður Tengdar fréttir Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11 Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Rignir duglega í hvassri suðaustanátt framan af degi Mikillar úrkomu er að vænta á suður- og suðvestur helmingi landsins í dag. 5. október 2019 08:11
Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Enn bíður fólk eftir að komast úr flugvélum við Keflavíkuflugvöll. Ekki er hægt að nota landgöngubrýr vegna hvassviðris. 4. október 2019 19:01
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27