Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 18:39 Frá Akranesi. Ágústa Elín tók við embætti skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Mynd/veitur Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar. Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra.DV greinir frá þessu í dag og hefur eftir Garðari Norðdahl, formanni kennarafélags skólans. Þar segir að 38 kennarar af þeim 44 sem teljast „undirskriftarbærir“ hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Alls eru kennarar 46, en tveir sækjast nú sjálfir eftir stöðu skólameistara við skólann. Óánægja hefur verið meðal starfsmanna skólans með störf og stjórnunarhætti Ágústu Elínar, en Ágústa Elín tók við stöðu skólameistara FVA í ársbyrjun 2015. Hefur ríkið þurft að greiða fimm milljónir í bætur og málskostnað vegna ólögmætrar ákvörðunar Ágústu Elínar að víkja fyrrverandi aðstoðarskólameistara fyrirvaralaust frá störfum.Kærði ákvörðun Lilju Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ákvað fyrr á árinu að auglýsa stöðu skólameistara FVA. Ágústa Elín ákvað að kæra ákvörðunina þar sem henni hafi átt að berast tilkynning um ákvörðun ráðherra 30. júní, en að tilkynningin hafi ekki borist formlega fyrr en of seint. Segir á vef DV að ráðherra hafi hringt í Ágústu síðasta dag júnímánaðar, en að tilkynning hafi ekki borist fyrr en degi seinna og svo í ábyrgðarpósti 4. júlí. Kæra Ágústu Elínar sætir flýtimeðferð samkvæmt lögum um einkamál. Á vef ráðuneytisins kemur fram að Lilja hafi farið þess á leit við forsætisráðherra að hann feli öðrum í ríkisstjórn að skipa í embætti skólameistara FVA á grundvelli auglýsingar.
Akranes Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sjá meira