Mættur á sviðið um 50 mínútum eftir að hafa verið hleypt úr vélinni Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 19:43 Guðmundur Ingi segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. Vísir/Stefán „Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“ Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
„Við byrjuðum hálftíma seinna en til stóð en þetta hafðist og gekk vel,“ segir leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson um sýningu á Húh! Best í heimi í Borgarleikhúsinu klukkan 20 í gærkvöldi. Vegna óveðursins sem geisaði á landinu í gær var Guðmundur Ingi fastur í flugvél á Keflavíkurflugvelli í einhverja klukkutíma og var ekki hleypt út fyrr en 19:40, tuttugu mínútum áður en sýningin átti að hefjast. „Ég er samt búinn að vera með óraunveruleikatilfinningu í allan dag. Eins og þetta hafi ekki gerst,“ segir Guðmundur. Hann segir að leigubílaferðin í gærkvöldi hafi verið mjög góð. Bílstjórinn hafi keyrt eins hratt og mátti og skilað honum í Borgarleikhúsið. „Þetta var eiginlega ótrúlegt. Að komast út úr vélinni tuttugu mínútur í átta og ná að byrja hálf níu í Borgarleikhúsi. Það er nú eiginlega magnað.“Úr Húh! Best í heimi, leiksýningu leikhópsins RaTaTam, sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.Mynd/Steve LorenzAðrir miklu stressaðri en hann Guðmundur segir að félagar hans í leikhópnum hafi verið miklu stressaðri yfir þessu en hann. „Ég gat náttúrulega ekkert annað gert en að koma mér á áfangastað. Ég fór svo beint í jakkaföt og út á svið.“ Hann segist halda að áhorfendur hafi sýnt aðstæðunum fullan skilning. „ Það virtust alla vega allir glaðir í leikslok. Sýningin gekk vel, svo er önnur sýning í kvöld og aftur á morgun. Áfram á galeiðunni!“ Guðmundur var staddur baksviðs þegar fréttastofa náði tali af honum. „Það eru líka allir mættir vel fyrir sýningu í kvöld. Það er líka verið að frumsýna Sex í sveit þannig að það er allt verða vitlaust hérna baksviðs.“
Keflavíkurflugvöllur Leikhús Menning Reykjavík Tengdar fréttir Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01 Mest lesið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Guðmundur Ingi sat fastur í flugvél: Í loftköstum að reyna að ná sýningu í Borgarleikhúsinu Leikarinn sat fastur í flugvél við Keflavíkurflugvöll í á fjórðu klukkustund. Hann losnaði ekki þaðan út fyrr en að innan við klukkustund var í sýningu í Reykjavík. 4. október 2019 20:01