Sunnlenskt sorp flutt til útlanda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. október 2019 13:15 Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins, sem aðstoðar sveitarfélög á Suðurlandi við að flytja sorpið sitt til útlanda til frekari vinnslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir. Árborg Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Sunnlenskt sorp er vinsælt í útlöndum því það nýtist vel til húshitunar í Rotterdam í Hollandi og til rafmagnsframleiðslu í Álaborg í Danmörku. Sunnlendingar hafa átt í miklum vandræðum með sorpið sitt síðustu ár eftir að urðunarstaðnum á Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi var lokað. Enginn á svæðinu hefur viljað láta land undir nýjan urðunarstað og því hefur sorpið verið keyrt langar leiðir til urðunar á önnur svæði á landinu. Flokkun er þó víða til fyrirmyndar á Suðurlandi. Nú er byrjað að flytja sunnlenskt sorp til útlanda, m.a. frá Sveitarfélaginu Ölfuss. „Þeir eru að flokka allt rusl í fjóra flokka. Einn flokkurinn er það sem kallað er óendurvinnanlegt og það höfum við flutt til Rotterdam í þrjá mánuði og það fer til húshitunar hjá Hollendingum og hefur bara gengið mjög vel. Auðvitað er þetta næst versti kosturinn er hann er góður að því leyti til að þar erum við að tala um brennslu, sem er í samkeppni við kol og kjarnorku. Við vitum það að kol eru mjög umhverfislega óholl og kjarnorka er mjög hættuleg, þannig að þetta er eitthvað sem er jákvætt og við erum að nota flutninga þar sem eru tómir gámar frá landinu og til Evrópu, þeir fóru tómir en nú er allavega komið í þá þetta hráefni“, segir Jón Þórir Frantzon, forstjóri Íslenska Gámafélagsins.Íslenska Gámafélagið er m.a. með starfsaðstöðu á Selfossi.Magnús HlynurJón Þórir vonast til þess að samkomulag náist við öll sveitarfélög á Suðurlandi um að þau flytji sitt óendurvinnanlega sorp til útlanda, þó ekki allt til Hollands. „Nei, því við höfum líka gert samninga við Álaborg þar sem 31% af öllu rafmagni sem er framleitt í Álaborg er framleitt í svona sorpbrennslu og allt vatn, sem er hitað í húsunum fer í gegnum sorpbrennslustöð. Síðan eru fleiri þjóðir, sem hafa áhuga á að fá svona hráefni frá okkur,“ segir Jón Þórir.
Árborg Umhverfismál Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira