Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. október 2019 21:15 Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Í nýrri rannsókn sem birtist í virtu bandarísku vísindatímariti kemur meðal annars fram að fylgikvillum aðgerðanna hafi stórfækkað og lífslíkur sjúklinga batnað. Yfirlæknir á hjartadeild segir þetta afar góð tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ósæðarlokuskipti eru önnur algengasta hjartaaðgerðin sem framkvæmd er á Vesturlöndum og árlega eru gerðar hátt í 60 slíkar aðgerðir hér á landi. Um er ræða umfangsmikla aðgerð sem tekur 4-5 klst. en þá erkölkuð ósæðarlokan fjarlægð og nýrri loku komið fyrir sem í flestum tilvikum er loka úr kálfi eða svíni. Án meðferðar eru horfur sjúklinga verri en í tilvikum margra krabbameina en á hinn bóginn skila fáar skurðaðgerðir jafnmikilli bót á lífsgæðum og bættum lífshorfum,. Sindri A. Viktorsson læknir gerði rannsókn sem tekur til 600 sjúklinga á 15 ára tímabili um hvernig aðgerðin hefur gengið hér á landi og niðurstöðurnar eru afar jákvæðar. Rannsóknin er einstök að því leyti að hún náði náði allra sjúklinga sem gengust undir aðgerðina hjá heilli þjóð á þessu tímabili og var hægt að fylgja öllum sjúklingunum ítarlega eftir sem er sjaldgæft í sambærilegum rannsóknum erlendis. Tómas Guðbjartsson yfirlæknir á hjarta-og lungnadeild Landspítalans var leiðbeinandi Sindra. „Árangurinn hefur mikid batnad síðustu 15 ár. Þá hefur fylgikvillum á borð við bráða nýrnabilun, hjartsláttaróreglu og miklar blæðingar fækkað umtalsvert. Alvarlegir fylgikvillar eins og sýking eða gallar í ígræddu lokunni eru líka afar sjaldgæfir. Rannsóknin hefur nú birst í bandaríska vísindatímaritinu Journal of Cardiac Surgery. Tómas segir þetta afa ánægjuleg tíðindi fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. „Þetta er stór aðgerð og sjúklingar eru oft í slæmu ástandi þegar þeir koma í hana. Árangurinn er frábær en um 96% sjúklinga lifir aðgerðina af og það þykir mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Í þessari rannsókn og fleiri rannsóknum sem við höfum gert höfum við séð að þessir sjúklingar lifa næstum jafn lengi og aðrir Íslendingar af sama kyni og aldri sem eru frábærar fréttir,“ segir Tómas Guðbjartsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira