Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökva Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. október 2019 19:00 Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Frá því að lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars má ekki selja rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín, nema að fengist hafi leyfi hjá Neytendastofu. Stofnunin fer með eftirlit með lögunum, meðal annars því hvort vörurnar uppfylli öryggiskröfur. „Við höfum verið að fara á sölustaði þar sem vörur eru í ólagi . Þá höfum við verið að setja tímabundið sölubann og fjarlægt vörur ur versluneða innsiglað í verslun og tekið sýnishorn,“ segir Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðingur hjá Neytendastofu. Sölubann hafi verið sett 300 mismundandi tegundir af rafrettuvökvum á síðustu sjö mánuðum. Þar af eru vörur með umbúðum sem höfða til barna og áfyllingar sem innihalda of hátt hlutfall nikótíns. „og einhverjar vörur sem eiga að vera nikotínlausar og það hafa verið rofin innsiglin og í svoleiðis vörum er grunur um að það hafi verið blandað í þær nikótíni. Við hugsum líka hver myndi kaupa gos sem væri búið að opna,“ segir Skarphéðinn. Hann segist oft hafa orðið var við það í eftirlitsferðum að rafrettuvökvar séu til sölu í verslunum, þrátt fyrir að ekki hafi fengiðst leyfi fyrir þeim. Þannig séu ólöglegar vörur á markaði sem óvíst er hvort uppfylli skilyrði laga. Það sé aðeins einn starfsmaður í fullu starfi við eftirlitið og því ekki hægt að sinna því til fulls. „Miðað við stöðuna í dag og þetta aukna álag þá þyrfti auka stöðugildi bara í rafretturnar. Þetta var meira en gert var ráð fyrir í upphafi og þetta eru líka rosalega margir söluaðilar um allt land,“ segir Skarphéðinn. Þá hafi Neytendastofa fengið ábendingar um að söluaðilar selji börnum rafrettur. „Við lítum það mjög alvarlegum augum þegar söluaðilar eru að selja börnum rafrettur og áfyllingar, hvað þá ef það inniheldur nikótín,“ segir Skarphéðinn. Heilt yfir sé lögunum ekki fylgt nægilega. „Þau eru ný ennþá en það er liðinn það langur tími þannig okkur finnst að söluaðilar ættu a vera farnir að fylgja þeim betur en þeir gera í dag,“ segir Skarphéðinn. Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00 Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Neytendastofa hefur sett sölubann á þrjú hundruð tegundir af rafrettuvökvum frá því að lög um rafrettur tóku gildi fyrr á árinu. Talið er að enn sé mikið af vökva á markaðnum sem ekki hafi fengist leyfi fyrir. Frá því að lög um rafrettur og áfyllingar tóku gildi í mars má ekki selja rafrettur og áfyllingar sem innihalda nikótín, nema að fengist hafi leyfi hjá Neytendastofu. Stofnunin fer með eftirlit með lögunum, meðal annars því hvort vörurnar uppfylli öryggiskröfur. „Við höfum verið að fara á sölustaði þar sem vörur eru í ólagi . Þá höfum við verið að setja tímabundið sölubann og fjarlægt vörur ur versluneða innsiglað í verslun og tekið sýnishorn,“ segir Skarphéðinn Grétarsson, sérfræðingur hjá Neytendastofu. Sölubann hafi verið sett 300 mismundandi tegundir af rafrettuvökvum á síðustu sjö mánuðum. Þar af eru vörur með umbúðum sem höfða til barna og áfyllingar sem innihalda of hátt hlutfall nikótíns. „og einhverjar vörur sem eiga að vera nikotínlausar og það hafa verið rofin innsiglin og í svoleiðis vörum er grunur um að það hafi verið blandað í þær nikótíni. Við hugsum líka hver myndi kaupa gos sem væri búið að opna,“ segir Skarphéðinn. Hann segist oft hafa orðið var við það í eftirlitsferðum að rafrettuvökvar séu til sölu í verslunum, þrátt fyrir að ekki hafi fengiðst leyfi fyrir þeim. Þannig séu ólöglegar vörur á markaði sem óvíst er hvort uppfylli skilyrði laga. Það sé aðeins einn starfsmaður í fullu starfi við eftirlitið og því ekki hægt að sinna því til fulls. „Miðað við stöðuna í dag og þetta aukna álag þá þyrfti auka stöðugildi bara í rafretturnar. Þetta var meira en gert var ráð fyrir í upphafi og þetta eru líka rosalega margir söluaðilar um allt land,“ segir Skarphéðinn. Þá hafi Neytendastofa fengið ábendingar um að söluaðilar selji börnum rafrettur. „Við lítum það mjög alvarlegum augum þegar söluaðilar eru að selja börnum rafrettur og áfyllingar, hvað þá ef það inniheldur nikótín,“ segir Skarphéðinn. Heilt yfir sé lögunum ekki fylgt nægilega. „Þau eru ný ennþá en það er liðinn það langur tími þannig okkur finnst að söluaðilar ættu a vera farnir að fylgja þeim betur en þeir gera í dag,“ segir Skarphéðinn.
Rafrettur Tengdar fréttir Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00 Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00 Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. 30. september 2019 19:00
Tillaga Landlæknis auki svartamarkaðsbrask Rafrettuverslanir á Íslandi vilja taka þátt í baráttunni gegn veip-reykingum ungmenna að sögn talsmanns íslenskra veipverslana. 5. október 2019 21:00
Foreldrar verði að ganga fram með góðu fordæmi: "Ég mun aldrei veipa eða reykja“ Neysla orkjudrykkja með koffíni hefur aukist úr 22 prósentum í 55 prósent á síðustu tveimur árum. Þá fær yfir helmingur tíundubekkinga ekki nægan svefn samkvæmt nýrri rannsókn. Sérstökum sjónum verður beint að rafrettunotkun og svefnvenjum á forvarnadeginum í ár. 30. september 2019 19:30