Máli Iceland Igloo Village vísað til lögreglu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2019 19:59 Kúluhúsin rísa án tilskilinna leyfa í Rangárþingi. stöð 2 Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi. Rangárþing ytra Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Sjá meira
Ferðaþjónustan Iceland Igloo Village hefur verið rekin ólöglega í Landsveit án starfsleyfis í sumar. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í lok september og vísaði málinu til lögreglu í síðustu viku. Heilbrigðiseftirlitið segir afar sjaldgæft að slík mál komi upp. Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Igloo Village sem er rekið af Eternal Resor í eigu fjögurra malasískra fjárfesta hefur verið í rekstri síðan í byrjun sumars en á booking.com má sjá umsagnir frá gestum síðan í júní. Fyrirtækið er með hjólhýsi á landinu Leyni í Landsveit og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu án þess að hafa leyfi fyrir því. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fékk ábendingu um reksturinn í septemberlok samkvæmt upplýsingum þaðan en fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Málið þykir afar óvenjulegt en eftirlitið vísaði því til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað. Vísir/MHHTalsmaður sumarhúsa-og landeigenda segir að byggingafulltrúinn í Rangárþingi ytra hafi vitað af málinu mánuðum saman. „Þetta byrjaði í október í fyrra, við létum þá vita strax í maí að þetta væri komið svona, símleiðis, það hefur ekkert verið gert. Síðan erum við búin að kæra þetta og þá hefur ekkert gerst fyrr en við höfðum beint samband við byggingafulltrúa hér á svæðinu. Þá loksins var hreyft við því en það hefur enn þá ekkert gerst,“ segir Ásgeir Kristján Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda.Ásgeir sendi byggingafulltrúanum bréf í morgun þar sem einnig er verið að reisa kúlúhús á svæðinu án tilskilinna leyfa þar sem hann er spurður á hvaða leyfum sé byggt. Farið er fram á að uppbygging verði stöðvuð tafarlaust og vatns-og fráveitulagnir fjarlægðar. Skipulags-og umferðarnefnd Rangárþings hélt fund í dag og í fundargerð kemur fram að eigendur Leynis hafi fengið heimild til að leggja fram tillögu að deiliskipulagi. Tillagan taki mið af athugasemdum, sér í lagi hvað varðar fráveitumál og mengunarvarnir. Engin leyfi hafa verið gefin út til framkvæmda. Einungis hafi verið gefin út tímabundin stöðuleyfi á hjólhúsum og heilsártjöldum. Þá segir að sveitarstjórn hafir ekkert með leyfisveitingar að gera sem snúa að útleigu hjólhýsa eða tengdrar starfsemi.
Rangárþing ytra Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Erlent Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Erlent Fleiri fréttir Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent