Skýri köfunina í Silfru fyrir UNESCO Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. október 2019 06:00 Jónas Haraldsson lögmaður. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er algjört hneyksli,“ segir Jónas Haraldsson lögmaður um stöðu mála við Silfru á Þingvöllum. Jónas gagnrýnir harðlega umsvif og ágang köfunarfyrirtækja við gjána Silfru í miðjum Þingvallaþjóðgarði sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Eftir samskipti við formann Þingvallanefndar, fyrrverandi þjóðgarðsvörð, sendi Jónas kvörtun til Heimsminjaskrárinnar. Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar, sendi síðan í september íslenskum stjórnvöldum bréf með óskum um skýringar.Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar.„Mig langar að biðja þau yfirvöld sem ábyrg eru í málinu að útvega Heimsminjaskrifstofunni upplýsingar um þetta mál við fyrsta tækifæri,“ segir í bréfi Rössler sem lagt var fram á fundi Þingvallanefndar 25. september síðastliðinn. Þar var ákveðið að fela þjóðgarðsverði að vinna drög að svörum til Heimsminjaskrifstofunnar. Rakið er í kvörtun Jónasar hversu umfangsmikil starfsemi köfunarfyrirtækjanna sé með salernum, stálpalli, bílaflota og alls kyns búnaði sem skapi sjónmengun fyrir aðra gesti þjóðgarðsins og álag á lífríki Silfru sem hafi látið stórlega á sjá. Vísar hann í því sambandi til rannsóknar sem gerð hafi verið árin 2014 og 2015. „Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa algjörlega verið hunsaðar af stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru sem valda myndi þjóðgarðinum tekjutapi,“ skrifar Jónas til Unesco.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVegna anna hjá Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar, náðist ekki tal af honum við vinnslu þessarar fréttar í gær. Ari útskýrði hins vegar afstöðu sína í tölvupósti til Jónasar um miðjan ágúst. „Við erum ósammála um hvort leyfa skuli virknina við og í Silfru og þar með líka um hvort að hún ógni veru þjóðgarðsins á Heimsminjaskránni eður ei. Lít á hana sem nægilega örugga eftir úttekt og sérfræðivinnu EFLU, endurbætur (sem skila sér í skrefum) og þolmarkagreiningu plús eftirlit með framkvæmdum næstu ára og áhrifum virkninnar,“ skrifar Ari til Jónasar. Kveðst Ari líta á starfsemina í Silfru „sem einstæða náttúruupplifun sem megi leyfa á þennan hátt – ekki ósvipað og heimsóknir í Raufarhólshelli eftir aðgerðir þar, Þríhnúkahelli, Vatnshelli á Snæfellsnesi, ísgöngin í Langjökli og raunar margt fleira hér á landi – á friðuðum eða ófriðuðum landsvæðum. Allt svo lengi sem ákvörðuðum takmörkunum á ýmsum stigum aðgengis og framkvæmda er haldið innan sjálfbærra marka,“ segir í pósti Ara. „Við Ari tölum bara í kross; ég tala um náttúruverndarsjónarmið og hann um bissness,“ segir Jónas við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira
„Þetta er algjört hneyksli,“ segir Jónas Haraldsson lögmaður um stöðu mála við Silfru á Þingvöllum. Jónas gagnrýnir harðlega umsvif og ágang köfunarfyrirtækja við gjána Silfru í miðjum Þingvallaþjóðgarði sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Eftir samskipti við formann Þingvallanefndar, fyrrverandi þjóðgarðsvörð, sendi Jónas kvörtun til Heimsminjaskrárinnar. Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar, sendi síðan í september íslenskum stjórnvöldum bréf með óskum um skýringar.Mechtild Rössler, forstjóri Heimsminjaskrifstofunnar.„Mig langar að biðja þau yfirvöld sem ábyrg eru í málinu að útvega Heimsminjaskrifstofunni upplýsingar um þetta mál við fyrsta tækifæri,“ segir í bréfi Rössler sem lagt var fram á fundi Þingvallanefndar 25. september síðastliðinn. Þar var ákveðið að fela þjóðgarðsverði að vinna drög að svörum til Heimsminjaskrifstofunnar. Rakið er í kvörtun Jónasar hversu umfangsmikil starfsemi köfunarfyrirtækjanna sé með salernum, stálpalli, bílaflota og alls kyns búnaði sem skapi sjónmengun fyrir aðra gesti þjóðgarðsins og álag á lífríki Silfru sem hafi látið stórlega á sjá. Vísar hann í því sambandi til rannsóknar sem gerð hafi verið árin 2014 og 2015. „Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa algjörlega verið hunsaðar af stjórn þjóðgarðsins því þetta myndi þýða bann á alla köfun í gjánni Silfru sem valda myndi þjóðgarðinum tekjutapi,“ skrifar Jónas til Unesco.Ari Trausti Guðmundsson, formaður Þingvallanefndar.Fréttablaðið/Sigtryggur AriVegna anna hjá Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar, náðist ekki tal af honum við vinnslu þessarar fréttar í gær. Ari útskýrði hins vegar afstöðu sína í tölvupósti til Jónasar um miðjan ágúst. „Við erum ósammála um hvort leyfa skuli virknina við og í Silfru og þar með líka um hvort að hún ógni veru þjóðgarðsins á Heimsminjaskránni eður ei. Lít á hana sem nægilega örugga eftir úttekt og sérfræðivinnu EFLU, endurbætur (sem skila sér í skrefum) og þolmarkagreiningu plús eftirlit með framkvæmdum næstu ára og áhrifum virkninnar,“ skrifar Ari til Jónasar. Kveðst Ari líta á starfsemina í Silfru „sem einstæða náttúruupplifun sem megi leyfa á þennan hátt – ekki ósvipað og heimsóknir í Raufarhólshelli eftir aðgerðir þar, Þríhnúkahelli, Vatnshelli á Snæfellsnesi, ísgöngin í Langjökli og raunar margt fleira hér á landi – á friðuðum eða ófriðuðum landsvæðum. Allt svo lengi sem ákvörðuðum takmörkunum á ýmsum stigum aðgengis og framkvæmda er haldið innan sjálfbærra marka,“ segir í pósti Ara. „Við Ari tölum bara í kross; ég tala um náttúruverndarsjónarmið og hann um bissness,“ segir Jónas við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Umhverfismál Þingvellir Þjóðgarðar Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Sjá meira