Satúrnus tekur fram úr Júpíter með tuttugu nýfundnum tunglum Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 8. október 2019 09:02 Nýfundnu tungl Satúrnusar liggja utarlega og taka því á bilinu 2-3 ár að ganga um reikistjörnuna. AP/NASA/JPL/Space Science Institute Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni. Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Stjarnfræðingar hafa fundið tuttugu ný tungl á braut um Satúrnus, næststærstu reikistjörnu sólkerfisins. Satúrnus hefur þannig tekið fram úr stóra bróður sínum Júpiter þegar kemur að fjölda tungla. Þekkt fylgitungl Satúrnusar eru því í heildina áttatíu og tvö, en Júpiter er með sjötíu og níu. Nýju tunglin eru lítil, eða um fimm kílómetrar í þvermál. Sautján þeirra ganga í öfuga átt við snúning Satúrnusar og taka meira en þrjú ár að fara einn hring um reikistjörnuna. Þau fundust með því að beina Subaru-sjónaukanum á Havaí að Satúrnusi. Talið er að nýuppgötvuðu tunglin tilheyri áður þekktum hópum tungla á braut um Satúrnus. Allir eru þeir taldir leifar áreksturs sem splundraði stærra tungli reikistjörnunnar, að því er kemur fram í frétt Space.com. Enn er talið mögulegt að hundrað enn smærri tungl geti verið ófundin á braut um Satúrnus. „Svona hópar ytri tungla sjást líka í kringum Júpíter sem bendir til þess að ofsafengnir árekstrar hafi átt sér stað á milli tungla í Satúrnusarkerfinu eða við utankomandi fyrirbæri eins og smástirni eða halastjörnur,“ segir Scott Sheppard frá Carnegie-vísindastofnuninni í Washington-borg í Bandaríkjunum. Sheppard, sem fann tylft tungla á braut um Júpíter í fyrra, segir að tilvist tunglanna bendi til þess að þau hafi orðið til eftir að Satúrnus var fullmótaður. Þegar gasrisinn var enn í frumbernsku var hann umkringdur gas- og rykskífu. Hefðu tunglin verið til þá hefði allt það efni hægt á þeim með þeim afleiðingum að þau hefðu fallið inn í lofthjúp reikistjörnunnar. Auk þess að teljast nú formlega með flest tunglin í sólkerfinu státar Satúrnus af tveimur stærri tunglum sem vekja einn mestan áhuga vísindamanna. Títan er þannig eini hnötturinn utan jarðarinnar í sólkerfinu þar sem vitað er um fljótandi vökva á yfirborðinu. Undir þykkum lofthjúpi tunglsins er fjöldi stöðuvatna úr kolvetnum. Þá er mikið neðanjarðarhaf fljótandi vatns talið undir ísskorpu Enkeladusar. Það hefur vakið vonir um að frumstætt líf gæti þrifist við jarðhitastrýtur á hafbotninum líkt og þekkist á jörðinni.
Geimurinn Júpíter Satúrnus Vísindi Tengdar fréttir Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32 Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43 NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Hringir Satúrnusar komnir á miðjan aldur Risaeðlur reikuðu enn um jörðina þegar hringir Satúrnusar mynduðust ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. 20. desember 2018 11:32
Fundu lífræn efnasambönd frá ístungli Satúrnusar Enkeladus hefur lengi vakið athygli vísindamanna vegna möguleikans á að neðanjarðarhaf undir yfirborðinu geti verið lífvænlegt. 3. október 2019 23:43
NASA ætlar að senda þyrludróna til Títans Næsti stóri könnunarleiðangur NASA er til stærsta tungls Satúrnusar. Geimskotið er áætlað árið 2026 og lending á Títan árið 2034. 28. júní 2019 14:15