Snæfell er búið að reka þjálfarann Vladimar Ivankovic úr starfi sínu sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta.
Snæfell greinir frá þessu á vef sínum í morgun en ákvörðunin var tekin á fundi stjórnar körfuknattleiksdeildar Snæfells í gær.
Ivankovic hefur stýrt liðinu frá því haustið 2018.
Það byrjaði ekki vel hjá Snæfell á leiktíðinni því liðið steinlá fyrir Vestra á heimavelli á föstudaginn, 114-64. Því ákvað stjórnin að gera breytingar.
Baldur Þorleifsson og Jón Þór Eyþórsson munu taka tímabundið við liðinu en næsti leikur Snæfell er gegn Selfoss á föstudagskvöldið.
Körfubolti