Haraldur hefur leikið með Stjörnunni síðan 2017 er hann snéri heim úr atvinnumennsku. Áður lék hann með Þrótti og Val hér á landi.
Haraldur Björnsson hjá Stjörnunni út tímabilið 2022! Halli hefur sannað sig sem einn af allra bestu markmönnum deildarinnar en hann hefur verið einn af lykil leikmönnum félagsins á undanförnum árum. Það er okkur sönn ánægja að Haraldur muni leika áfram með félaginu næstu árin. pic.twitter.com/YyDiAwtHAz
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 8, 2019
Hann varð bikarmeistari með Stjörnunni 2018 en hann hefur ekki misst af leik í Pepsi Max-deildinni síðustu tvö tímabil.
Stjarnan endaði í 4. sæti deildarinnar í sumar og leikur því ekki í Evrópukeppni næsta sumar.
Í gær var tilkynnt að Rúnar Páll Sigmundsson hafi framlengt samning sinn um tvö ár.