Landnám moskítóflugunnar tímaspursmál Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2019 11:26 Bit moskítóflugunnar getur verið hvimleitt. Vísir/getty Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“ Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Gísli Már Gíslason prófessor í líffræði við Háskóla Íslands segir það tilviljun að moskítóflugur hafi ekki náð fótfestu á Íslandi. Veðurskilyrði hér á landi ættu að geta verið þeim hagstæð og þannig sé landnám þeirra í raun tímaspursmál. Þetta kom fram í máli Gísla í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gísli benti á að hér á landi væru fáar tegundir skordýra, eða rúmar 1600, og þar af væru engar hættulegar. Þannig þekktist það ekki meðal íslenskra skordýra að þau bæru hættulega sjúkdóma á milli manna. Moskítóflugan, sem er einmitt þekkt fyrir slíkt, hefur ekki náð að setjast að á Íslandi. Gísli sagði að hingað til hafi „réttu“ tegundirnar einfaldlega ekki náð landi. „Ég fann einu sinni einn einstakling [moskítóflugu] í flugvél frá Grænlandi. Þetta var 1986. Þannig að þær hafa möguleika á að berast hingað. Ég held að þær sem eru á „arktískum“ svæðum eins og á Grænlandi, Norður-Skandinavíu, sama tegund, hún þolir ekki þær umhleypingar sem eru hérna. En þær tegundir sem eru á Norðurlöndum og Bretlandseyjum, ef þær berast hingað þá geta þær örugglega lifað hérna. Þær bara hafa ekki borist hingað enn þá.“Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands.Mynd/KRISTINN INGVARSSONÞað mætti því segja að það væri fyrir einskæra heppni sem moskítóflugur fyrirfinnist ekki á Íslandi. „Já, það er bara tilviljun, held ég. Núna er veðurfar hérna mjög svipað því og var í Norður-Englandi og Skotlandi þegar ég bjó þar á áttunda áratugnum. Þá var nóg af moskítóflugum þar og við erum að tala um fjörutíu tegundir í nágrannalöndunum af moskítóflugum sem geta bitið okkur.“ Gísli reiknar þannig með að landnám moskítóflugunnar sé aðeins tímaspursmál en til þess þyrfti vissulega hagstæð skilyrði. Hann vísaði til útbreiðslu lúsmýsins, sem var fyrst bundið við Kjósina en hefur nú dreift sér hratt um landið. „Til þess að það geti myndast stofn þurfa þær að geta verpt þar sem er rétt búsvæði og þær þurfa að geta þroskast. Við sjáum það á skordýrum þegar þau berast hingað fyrst þá finnst eitt og eitt eintak. Svo á tiltölulega skömmum tíma, við erum að tala um tíu ár, þá erum við að veiða á sama stað í gildrur hundruð einstaklinga. Og út frá því fara þær að berast.“
Dýr Lúsmý Tengdar fréttir Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Hissa á því að moskítóflugur séu ekki komnar til Íslands Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, kveðst hissa á því að moskítóflugur séu ekki enn komnar til Íslands. 19. júní 2019 11:30
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Íslendingar verði að venjast lúsmýinu líkt og nágrannaþjóðirnar Að sögn prófessors í líffræði er Lúsmý komið til að vera og mun dreifast um allt land. Fólk verði því einfaldlega að venjast þessari nýju óværu. 18. júní 2019 20:00