Grunsemdir knýi á um fund með ráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 9. október 2019 16:37 Ásgeir Kr. Ólafsson er talsmaður hópsins. Vísir/MHH Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“ Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Samstarfshópur land- og sumarhúsaeigenda í Landsveit hefur farið fram á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, sveitarstjórnarráðherra, vegna uppbyggingarinnar ferðaþjónustufyrirtækisins Eternal Resorts á landi Leynis. Að sögn talmanns hópsins, Ásgeirs Kr. Ólafssonar, er ætlunin að ræða við ráðherrann um „ýmislegt sem snýr að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu.“ Samkvæmt lögum eigi Sigurður Ingi að hafa eftirlit með því að sveitarfélög gegni skyldum sínum. Auk þess þyki hópnum að ráðherra ætti að hafa frumkvæði til að kanna hvort tilefni sé til að kanna málefni ferðaþjónustufyrirtækisins betur. „Okkur finnst ýmislegt sem hefur verið að gerast þarna ekki í samræmi við stjórnsýslulög, þá sérstaklega er varðar eftirlit með framkvæmdum og fleira,“ segir Ásgeir. Eternal Resorts er með hjólhýsi á landinu og hefur tengt þau við aðveitu og fráveitu. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki starfsleyfi þannig að reksturinn hefur verið ólöglegur mánuðum saman. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vísaði málinu til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku og samkvæmt upplýsingum þaðan verður tekið fyrir í vikunni hvort starfseminni verði lokað.Ýmislegt grunsamlegt Vonir hópsins með fundi sínum með ráðherra er að tryggt verði að sveitarstjórn Ragnárþings ytra fari að lögum í öllum sínum gerðum - „hvort varðar þessa lóðahlutun eða annað,“ segir Ásgeir. „Að rekstraraðilar, í skjóli nefnda undir sveitarstjórninni, geti starfað ólöglega. Það er bara ekki í boði.“ Ætlunin sé að líta heildstætt á allar þær embættisfærslur sem framkvæmdar voru í tengslum við málefni ferðaþjónustufyrirtækisins. Vísar hann í því samhengi á fundargerð frá fundi sem hafði ekki enn farið fram, eins og Vísir greindi frá á dögunum. Þetta þyki hópnum grunsamlegt. „Okkur hefur verið gert það ljóst að á Gaddstöðum hafi, meðal annars, verið úthlutað lóðum til framkvæmdastjóra Eternal Resorts sem hefur margbrotið lög á Leyni. Keypti sumarbústaðalóðir sem nú eru orðnar einbýlishúsalóðir og hafa stórhækkað í verði. Íbúðalóðir eiga að fara í úthlutunarferli en ekki seldar á frjálsum markaði,“ segir Ásgeir. „Ef það reynist rétt að menn hafi vitað að þessu yrði breytt áður en lóðirnar voru seldar þá er það alvarlegur hlutur.“
Rangárþing eystra Stjórnsýsla Tengdar fréttir Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00 Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00 Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fundargerð nefndar birtist á heimasíðu sveitarstjórnar áður en fundur hefur farið fram Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur byggt kúluhús á jörðinni Leyni í óleyfi. Þá eru hjólhýsi tengd við fráveitu á jörðinni án þess að leyfi hafi verið veitt fyrir því. Formaður skipulags-og umferðarnefndar Rangárþings ytra segir að nefndin hafi gert athugasemdir við fráveituna og alvarlegt sé ef ekki hafi verið farið að lögum. Fyrir helgi birtist fundargerð frá nefndinni á heimasíðu sveitarfélagsins um fund sem hefur ekki farið fram 6. október 2019 13:00
Virði lóðanna meira en tvöfaldaðist á tveimur árum Virði þriggja lóða sem byggingarfulltrúinn í Rangárþingi ytra keypti að Gaddstöðum fyrir tveimur árum hefur meira en tvöfaldast eftir að þeim var breytt í lóðir fyrir íbúðarhús. Mannvirkjastofnun hefur til umfjöllunar mál sem snúa að jörðinni Leyni og fær byggingafulltrúinn athugasemdir innan fárra daga. 8. október 2019 19:00
Segja kúluhús og hjólhýsi ólögleg og óttast um vatnsverndarsvæði Ferðaþjónustufyrirtæki í eigu malasískra fjárfesta hefur í óleyfi byggt kúluhús og tengt hjólhýsi við fráveitu á jörðinni Leyni í Landssveit. 6. október 2019 19:00