Fótbolti

„Ef við viljum vera með bestu liðum Evrópu þurfum við að fá á okkur færri mörk“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Trent Alexander-Arnold
Trent Alexander-Arnold vísir/getty
Trent Alexander-Arnold segir enska landsliðið verði að bæta varnarleikinn sinn ætli það sér að vinna EM 2020.

Enska landsliðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í undankeppni EM 2020 til þessa og getur tryggt sæti sitt í lokakeppninni með sigri á Tékkum á föstudag.

Þrátt fyrir sigra hefur enska liðið fengið á sig mörg mörk, til að mynda þrjú á móti Kósovó í síðasta mánuði.

„Við verðum að fá á okkur minna af mörkum. Við vitum í hverju við þurfum að bæta okkur,“ sagði Liverpoolmaðurinn Alexander-Arnold.

„Ef við viljum vera eitt af bestu liðum Evrópu og fara langt á EM þá verðum við að fá færri mörk á okkur.“

„Kósovó er vanmetið lið og við bárum mikla virðingu fyrir þeim fyrir leikinn. Sem betur fer fyrir okkur þá náðum við að skora meira en þeir en við vorum ekki ánægðir með mörkin sem við fengum á okkur.“

England mætir Tékklandi á föstudag í undankeppni EM ytra og fer svo til Búlgaríu og mætir heimamönnum á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×