Eldhús eru hjarta heimilisins Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 30. september 2019 09:00 Ragnheiður Sverrisdóttir er innanhússarkitekt og hefur starfað sjálfstætt við hönnun síðan 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira
Ragnheiður Sverrisdóttir innanhússarkitekt hefur starfað við alhliða hönnun frá því hún lauk námi í Mílanó árið 1991. Nýlega hannaði hún ólík eldhús í tveimur húsum í Fossvoginum en hún hannar eftir smekk fólks sem er að sjálfsögðu mjög misjafn. „Ég var að vinna úti í Mílanó eftir að ég útskrifaðist en flutti heim 1994. Síðan þá hef ég unnið sjálfstætt við að teikna fyrir fólk,“ segir Ragnheiður. Hún segir ekki mikið hafa breyst í eldhúsum síðan hún byrjaði að hann „Það eru til dæmis miklar tískusveiflur í hvort fólk vilji höldur, grip eða þrýstiopnun og það hefur orðið mikil framför í öllu innvolsi, skúffubrautum og fylgihlutum fyrir eldhús. Eins er fólk farið að nota granít og marmara í borðplötur meira en áður og fólk spáir meira í lýsingu. En í grunninn hefur samt ekki mikið breyst.“ Ragnheiður segir að þegar eldhús eru hönnuð sé mikilvægt að spá í vinnuplássið. Það þarf að vera þægilegt að vinna í eldhúsinu, gott aðgengi og flæði svo allt virki vel saman. „En svo hef ég alltaf efst í huga hvað eigandinn vill fá út úr eldhúsinu. Það er svo misjafnt hvernig eldhús fólk vill hafa, hvernig vinnuaðstæður og hvernig útlit. Ég vinn algjörlega með eigandanum.“Gott er að tengja saman eldhús og borðstofu eins og gert er í þessu fallega eldhúsi.Eitt sem gott er að hafa í huga er fjarlægð milli vasks og eldavélar. Hún má ekki vera of lítil og heldur ekki of mikil, að sögn Ragnheiðar. „Það þarf líka að huga að rýminu í kringum eyjur. Stundum er gott að hafa eyju en stundum ekki. Eyjur eru mjög rýmisfrekar og henta því ekki alltaf.“ Eldhúsin í Fossvoginum eru bæði opin eldhús. Opin eldhús hafa notið aukinna vinsælda undanfarin ár og Ragnheiður segir að þau séu langalgengust í nýju húsnæði í dag. „ Fólk er líka að opna gömlu eldhúsin. Eldhúsið er hjarta heimilisins og það er gott að tengja eldhús og borðstofu saman.Eldhúsin eru nýuppgerð eldhús í eldri húsum. Ragnheiður segir að breytingarnar hafi verið miklar þar sem verið var að skipta um gólfefni, raflagnir og allt í leiðinni. „Eldhúsið með dökku borðplötunni teiknaði ég og innréttingarnar voru keyptar í Eirvík. Granítið heitir Negresco og er frá Figaro. Eikareldhúsið með ljósu borðplötunni er sérsmíðað af SBS innréttingum. Granítið heitir Imperial White og er frá F.Helgason.“ Ragnheiður segir að henni finnist alveg jafn gaman að teikna eldhús fyrir ný hús og gömul. „Það er auðvitað ólíkt að vera með rými þar sem er innrétting fyrir og rými sem maður getur hannað alveg frá grunni, en það er bæði skemmtilegt. Mér finnst gaman að taka þátt í að skapa þetta rými á heimilum fólks.“Borðplatan er úr graníti sem heitir Imperial White og er frá F. Helgason.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKRagnheiður teiknaði eldhúsið en innréttingarnar eru sérsmíðaðar af SBS innréttingum.Eldhúsið er nýuppgert í eldra húsi.FRÉTTABLAÐIÐ/?ANTON BRINK
Birtist í Fréttablaðinu Hús og heimili Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Sjá meira