„Hlutverkaruglingur“ og vinkonusamband sem fór úr böndunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2019 12:19 Konan hóf störf hjá Landsbankanum árið 2006. Samið var um starfslok hennar árið 2016. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Landsbankann af kröfum fyrrverandi starfsmanns bankans. Starfsmaðurinn krafði bankann um rúmar 22 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem hún kvaðst hafa orðið fyrir við starfslok. Starfsmaðurinn bar því fyrir sig að bankinn hefði ekki brugðist við ábendingum um einelti og áreiti í hennar garð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Sálfræðistofan Líf og sál var fengin til að vinna skýrslu um málið. Þar kom fram að vinkonusamband hefði skapast milli starfsmannsins og yfirmannsins, sem skapaði „hlutverkarugling“, og hegðun beggja farið úr böndunum. Einnig var því beint til bankans að skoða hvort tilefni væri til að setja reglur um áfengisneyslu starfsfólks í tengslum við starfstengd verkefni. Í dómi héraðsdóms sem birtur var á vef dómstólanna segir að starfsmaðurinn hafi verið ráðinn til starfa hjá bankanum árið 2006. Bankinn er ekki nafngreindur í dómnum en fréttastofa hefur fengið staðfest að um sé að ræða Landbankann. Samkomulag um starfslok var undirritað 30. desember árið 2016. Samkomulagið hljóðaði upp á að konunni yrðu greidd laun og orlof í sex mánuði, til 30. júní 2017.Samskipti í „hálfgerðum yfirheyrslustíl“ og mörk virt að vettugi Aðdragandi starfslokanna er rakinn í dómi. Þar kemur fram að stefna starfsmannsins byggist á samskiptum hennar við næsta yfirmann hennar, sem þá var deildarstjóri hjá bankanum. Starfsmaðurinn sagði að yfirmaðurinn hefði frá því um mitt ár 2015 farið að deila með henni persónulegum vandamálum sínum, sem hafi sett hana í erfiða aðstöðu „og haft sífellt meiri áhrif á vinnuumhverfi stefnanda, faglega og persónulega.“ Starfsmaðurinn kvartaði undan framkomu yfirmannsins við starfsmann mannauðsdeildar bankans. Haldinn var sáttafundur í kjölfarið og yfirmaðurinn kvað fyrir dómi að þær hefðu skilið sáttar að loknum þeim fundi. Starfsmaðurinn sagði þó aðstæðurnar hafa ágerst enn frekar síðari hluta ársins 2016. Yfirmaðurinn hafi kallað hana inn á fundi á starfstöð á vinnutíma til að ræða mjög persónuleg málefni. „Samskiptin hafi farið fram í hálfgerðum yfirheyrslustíl þar sem mörk hins persónulega og faglega hafi fullkomlega verið virt að vettugi af hálfu yfirmannsins. Stefnandi kveðst þá hafa verið í nær ómögulegum aðstæðum með tilliti til faglegrar stöðu sinnar,“ segir í dómi héraðsdóms. Vinkonusamband skapaði „hlutverkarugling“ Starfsmaðurinn boðaði formlega eineltiskvörtun í lok október 2016 og leitað var til sálfræðistofunnar Lífs og sálar til að fara ofan í saumana á málinu. Meðan á rannsókninni stóð voru báðar konurnar, þ.e. starfsmaðurinn og yfirmaðurinn, í launuðu leyfi í um tvær vikur. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa var henni boðin önnur vinnuaðstaða til að vera fjær yfirmanni sínum, sem hún þáði. Um miðjan desember 2016 barst bankanum skýrsla frá Lífi og sál sem unnin var af þremur sálfræðingum. Niðurstöður voru þær að ekki hefði verið um einelti að ræða en yfirmaðurinn hefði vissulega brugðist í hlutverki sínu sem stjórnandi og það dregið dilk á eftir sér. Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur m.a. fram að vinkonusamband hafi verið á milli starfsmannsins og yfirmannsins, svo og yfirmanns þeirra beggja. Það hafi skapað hlutverkarugling í samskiptum þeirra og hafi hegðun starfsmannsins og yfirmannsins farið úr böndunum. Yfirmaðurinn hafi jafnframt gert mistök í samskiptum sínum við starfsmanninn, sýnt henni ákveðna stjórnsemi án faglegra raka, sett hana inn í sín persónulegu mál, ásakað hana um erfiðleika í eigin hjónabandi og hugsanlega talað neikvætt um hana við aðra starfsmenn. Ef til vill ástæða til að setja reglur um áfengisneyslu starfsfólks Þar segir einnig að andrúmsloftið í hópnum hafi verið erfitt, mikil spenna, persónuleg átök og slúður, en enginn viðmælenda hafi tekið undir eineltiskvörtun stefnanda með afgerandi hætti. Í skýrslunni var tillögum jafnframt beint til bankans, m.a. um að veita málsaðilum upplýsingar um niðurstöður og veita starfshópnum sem um ræddi fræðslu um samskipti og einelti á vinnustað og aðgreiningu starfshlutverks og persónulegs hlutverks. Einnig var lagt til að stjórnendur tækju til skoðunar hvort ástæða væri til að setja reglur er taki á áfengisneyslu starfsfólks í tengslum við starfstengd verkefni.Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september síðastliðinn. Dómurinn var birtur á vef dómstólanna á föstudag.Vísir/vilhelmFylgt grátandi út af fundinum Niðurstaða skýrslunnar var kynnt starfsmanninum á fundi 19. desember 2016. Henni var tjáð að efni fundarins væri kynning á niðurstöðum en ekki umræður um þær og var niðurstöðukafli skýrslunnar lesinn upp. Engin fundargerð var rituð. Starfsmanninum mun hafa orðið mjög brugðið við að heyra niðurstöðu skýrslunnar og var henni í kjölfarið fylgt grátandi út um bakdyr bankans, að því er segir í dómi. Hún kom ekki aftur til vinnu eftir þetta. Hún sendi mannauðsstjóra svo tölvupóst 29. desember 2016 þar sem hún gerði ýmsar athugasemdir við niðurstöðu skýrslunnar. Kvað hún málið hafa tekið mjög á sig og kvaðst vera komin að þeirri niðurstöðu að best væri að láta staðar numið hvað málið varði. Hún hefði lagt sig fram í vinnunni, henni þætti vænt um vinnustaðinn og vildi ekki fara frá honum í leiðindum. Loks sagði í tölvupóstinum: „Því er niðurstaða mín sú að vita hvort við getum ekki komist að sanngjarnri niðurstöðu um mín starfslok.“ Næsta dag var undirritað samkomulag um starfslok hennar. Með samkomulaginu staðfestu aðilar þess að með því væri lokið öllum kröfum þeirra í milli vegna ráðningarsambands þeirra og að hvorugur ætti frekari kröfur á hinn. Yfirmanninum sagt upp vegna óviðeigandi framkomu Báðir yfirmennirnir sem hér eru nefndir, þ.e. yfirmaður konunnar annars vegar og yfirmaður þeirra beggja hins vegar, voru áminntar í starfi í janúar 2017 vegna þess sem fram kom í skýrslu sálfræðistofunnar. Yfirmanni konunnar var svo sagt upp störfum hjá Landsbankanum sumarið 2017 vegna ítrekunar á óviðeigandi framkomu, að því er segir í dómi. Hún höfðaði mál gegn bankanum og krafðist bóta vegna uppsagnarinnar en bankinn var sýknaður af kröfum hennar í desember síðastliðnum. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Eftir að yfirmanninum var sagt upp störfum leitaði lögmaður stefnanda eftir endurupptöku á starfslokasamkomulaginu en því hafnaði bankinn. Þá hefur bankinn ekki orðið við áskorun konunnar um að afhenda skýrslu Lífs og sálar en í málinu liggja aðeins fyrir samandregnar niðurstöður skýrslunnar og tillögur til úrbóta. Fann ekki vinnu við sitt hæfi Í málinu sem nú var höfðað krafðist starfsmaðurinn bæði skaðabóta og miskabóta frá bankanum, sem bankinn taldi hana engan rétt eiga til. Um það snerist ágreiningur málsins. Starfsmaðurinn byggði á því að bankinn hefði sem vinnuveitandi ekki virt trúnaðarskyldur sínar gagnvart henni og tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni hennar. Þá hafi bankinn ekki orðið við ákveðnum ábendingum hennar um einelti og áreiti í hennar garð á vinnustaðnum. Þá bar starfsmaðurinn því fyrir sig að tjón hennar hafi verið miklu meira en þær „bætur“ sem hún hafi samið um, þ.e. laun í sex mánuði. Hún hafi ekki fengið vinnu við sitt hæfi eftir starfslokin og hafi í raun verið launalaus fyrir utan atvinnuleysisbætur. Mánaðarlaun hennar í maí 2017 hafi verið 979.757 krónur. Bótakrafa hennar miðaðist við laun í 24 mánuði, eða samtals 23.514.168 krónur. Þegar ýmis mótframlög auk frádráttar voru reiknuð saman varð aðalkrafa hennar þannig um 19,5 milljónir króna. Þá krafðist hún auk þess þriggja milljóna í miskabætur. Buðu betur en þeim bar samkvæmt lögum Landsbankinn bar því fyrir sig að í hvívetna hefði verið brugðist við umkvörtunum starfsmannsins af hálfu bankans, þeim hafi verið gefinn gaumur og um þær fjallað með tímanlegum, eðlilegum, forsvaranlegum og réttmætum hætti. Þá bæri að líta til þess lykilatriðis að það hefði verið starfsmaðurinn sjálfur sem óskaði eftir starfslokum. Bankinn hefði orðið við ósk hennar um starfslok og greitt henni laun þremur mánuðum lengur en ráðningarsamningur hafi kveðið á um og fallið frá því, umfram skyldu, að óska eftir vinnuframlagi starfsmannsins þá mánuði sem launagreiðslur vörðu. Þá fengist ekki betur séð en að bankinn hafi í hvívetna komið vel fram við starfsmanninn í tengslum við starfslokin, sem fram hafi farið að hennar beiðni og raunar betur en bankanum hafi borið samkvæmt lögum og ráðningarsamningi. Í niðurstöðu dómsins segir að beiðni starfsmannsins um starfslok hefði verið rökstudd með trúverðugum hætti og hefði ekki gefið bankanum tilefni til að ætla annað en að þar lægi einlæg ósk hennar að baki. Í ljósi fyrirliggjandi gagna um atburðarásina og efni starfslokasamningsins varð ekki fallist á að bankinn hefði við starfslokin brotið gegn rétti starfsmannsins. Bankinn var því sýknaður af kröfum hennar og var málskostnaður látinn niður falla. Dómsmál Íslenskir bankar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í síðustu viku Landsbankann af kröfum fyrrverandi starfsmanns bankans. Starfsmaðurinn krafði bankann um rúmar 22 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem hún kvaðst hafa orðið fyrir við starfslok. Starfsmaðurinn bar því fyrir sig að bankinn hefði ekki brugðist við ábendingum um einelti og áreiti í hennar garð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur til að áfrýja dómnum til Landsréttar. Sálfræðistofan Líf og sál var fengin til að vinna skýrslu um málið. Þar kom fram að vinkonusamband hefði skapast milli starfsmannsins og yfirmannsins, sem skapaði „hlutverkarugling“, og hegðun beggja farið úr böndunum. Einnig var því beint til bankans að skoða hvort tilefni væri til að setja reglur um áfengisneyslu starfsfólks í tengslum við starfstengd verkefni. Í dómi héraðsdóms sem birtur var á vef dómstólanna segir að starfsmaðurinn hafi verið ráðinn til starfa hjá bankanum árið 2006. Bankinn er ekki nafngreindur í dómnum en fréttastofa hefur fengið staðfest að um sé að ræða Landbankann. Samkomulag um starfslok var undirritað 30. desember árið 2016. Samkomulagið hljóðaði upp á að konunni yrðu greidd laun og orlof í sex mánuði, til 30. júní 2017.Samskipti í „hálfgerðum yfirheyrslustíl“ og mörk virt að vettugi Aðdragandi starfslokanna er rakinn í dómi. Þar kemur fram að stefna starfsmannsins byggist á samskiptum hennar við næsta yfirmann hennar, sem þá var deildarstjóri hjá bankanum. Starfsmaðurinn sagði að yfirmaðurinn hefði frá því um mitt ár 2015 farið að deila með henni persónulegum vandamálum sínum, sem hafi sett hana í erfiða aðstöðu „og haft sífellt meiri áhrif á vinnuumhverfi stefnanda, faglega og persónulega.“ Starfsmaðurinn kvartaði undan framkomu yfirmannsins við starfsmann mannauðsdeildar bankans. Haldinn var sáttafundur í kjölfarið og yfirmaðurinn kvað fyrir dómi að þær hefðu skilið sáttar að loknum þeim fundi. Starfsmaðurinn sagði þó aðstæðurnar hafa ágerst enn frekar síðari hluta ársins 2016. Yfirmaðurinn hafi kallað hana inn á fundi á starfstöð á vinnutíma til að ræða mjög persónuleg málefni. „Samskiptin hafi farið fram í hálfgerðum yfirheyrslustíl þar sem mörk hins persónulega og faglega hafi fullkomlega verið virt að vettugi af hálfu yfirmannsins. Stefnandi kveðst þá hafa verið í nær ómögulegum aðstæðum með tilliti til faglegrar stöðu sinnar,“ segir í dómi héraðsdóms. Vinkonusamband skapaði „hlutverkarugling“ Starfsmaðurinn boðaði formlega eineltiskvörtun í lok október 2016 og leitað var til sálfræðistofunnar Lífs og sálar til að fara ofan í saumana á málinu. Meðan á rannsókninni stóð voru báðar konurnar, þ.e. starfsmaðurinn og yfirmaðurinn, í launuðu leyfi í um tvær vikur. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa var henni boðin önnur vinnuaðstaða til að vera fjær yfirmanni sínum, sem hún þáði. Um miðjan desember 2016 barst bankanum skýrsla frá Lífi og sál sem unnin var af þremur sálfræðingum. Niðurstöður voru þær að ekki hefði verið um einelti að ræða en yfirmaðurinn hefði vissulega brugðist í hlutverki sínu sem stjórnandi og það dregið dilk á eftir sér. Í niðurstöðukafla skýrslunnar kemur m.a. fram að vinkonusamband hafi verið á milli starfsmannsins og yfirmannsins, svo og yfirmanns þeirra beggja. Það hafi skapað hlutverkarugling í samskiptum þeirra og hafi hegðun starfsmannsins og yfirmannsins farið úr böndunum. Yfirmaðurinn hafi jafnframt gert mistök í samskiptum sínum við starfsmanninn, sýnt henni ákveðna stjórnsemi án faglegra raka, sett hana inn í sín persónulegu mál, ásakað hana um erfiðleika í eigin hjónabandi og hugsanlega talað neikvætt um hana við aðra starfsmenn. Ef til vill ástæða til að setja reglur um áfengisneyslu starfsfólks Þar segir einnig að andrúmsloftið í hópnum hafi verið erfitt, mikil spenna, persónuleg átök og slúður, en enginn viðmælenda hafi tekið undir eineltiskvörtun stefnanda með afgerandi hætti. Í skýrslunni var tillögum jafnframt beint til bankans, m.a. um að veita málsaðilum upplýsingar um niðurstöður og veita starfshópnum sem um ræddi fræðslu um samskipti og einelti á vinnustað og aðgreiningu starfshlutverks og persónulegs hlutverks. Einnig var lagt til að stjórnendur tækju til skoðunar hvort ástæða væri til að setja reglur er taki á áfengisneyslu starfsfólks í tengslum við starfstengd verkefni.Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. september síðastliðinn. Dómurinn var birtur á vef dómstólanna á föstudag.Vísir/vilhelmFylgt grátandi út af fundinum Niðurstaða skýrslunnar var kynnt starfsmanninum á fundi 19. desember 2016. Henni var tjáð að efni fundarins væri kynning á niðurstöðum en ekki umræður um þær og var niðurstöðukafli skýrslunnar lesinn upp. Engin fundargerð var rituð. Starfsmanninum mun hafa orðið mjög brugðið við að heyra niðurstöðu skýrslunnar og var henni í kjölfarið fylgt grátandi út um bakdyr bankans, að því er segir í dómi. Hún kom ekki aftur til vinnu eftir þetta. Hún sendi mannauðsstjóra svo tölvupóst 29. desember 2016 þar sem hún gerði ýmsar athugasemdir við niðurstöðu skýrslunnar. Kvað hún málið hafa tekið mjög á sig og kvaðst vera komin að þeirri niðurstöðu að best væri að láta staðar numið hvað málið varði. Hún hefði lagt sig fram í vinnunni, henni þætti vænt um vinnustaðinn og vildi ekki fara frá honum í leiðindum. Loks sagði í tölvupóstinum: „Því er niðurstaða mín sú að vita hvort við getum ekki komist að sanngjarnri niðurstöðu um mín starfslok.“ Næsta dag var undirritað samkomulag um starfslok hennar. Með samkomulaginu staðfestu aðilar þess að með því væri lokið öllum kröfum þeirra í milli vegna ráðningarsambands þeirra og að hvorugur ætti frekari kröfur á hinn. Yfirmanninum sagt upp vegna óviðeigandi framkomu Báðir yfirmennirnir sem hér eru nefndir, þ.e. yfirmaður konunnar annars vegar og yfirmaður þeirra beggja hins vegar, voru áminntar í starfi í janúar 2017 vegna þess sem fram kom í skýrslu sálfræðistofunnar. Yfirmanni konunnar var svo sagt upp störfum hjá Landsbankanum sumarið 2017 vegna ítrekunar á óviðeigandi framkomu, að því er segir í dómi. Hún höfðaði mál gegn bankanum og krafðist bóta vegna uppsagnarinnar en bankinn var sýknaður af kröfum hennar í desember síðastliðnum. Dómnum hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Eftir að yfirmanninum var sagt upp störfum leitaði lögmaður stefnanda eftir endurupptöku á starfslokasamkomulaginu en því hafnaði bankinn. Þá hefur bankinn ekki orðið við áskorun konunnar um að afhenda skýrslu Lífs og sálar en í málinu liggja aðeins fyrir samandregnar niðurstöður skýrslunnar og tillögur til úrbóta. Fann ekki vinnu við sitt hæfi Í málinu sem nú var höfðað krafðist starfsmaðurinn bæði skaðabóta og miskabóta frá bankanum, sem bankinn taldi hana engan rétt eiga til. Um það snerist ágreiningur málsins. Starfsmaðurinn byggði á því að bankinn hefði sem vinnuveitandi ekki virt trúnaðarskyldur sínar gagnvart henni og tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni hennar. Þá hafi bankinn ekki orðið við ákveðnum ábendingum hennar um einelti og áreiti í hennar garð á vinnustaðnum. Þá bar starfsmaðurinn því fyrir sig að tjón hennar hafi verið miklu meira en þær „bætur“ sem hún hafi samið um, þ.e. laun í sex mánuði. Hún hafi ekki fengið vinnu við sitt hæfi eftir starfslokin og hafi í raun verið launalaus fyrir utan atvinnuleysisbætur. Mánaðarlaun hennar í maí 2017 hafi verið 979.757 krónur. Bótakrafa hennar miðaðist við laun í 24 mánuði, eða samtals 23.514.168 krónur. Þegar ýmis mótframlög auk frádráttar voru reiknuð saman varð aðalkrafa hennar þannig um 19,5 milljónir króna. Þá krafðist hún auk þess þriggja milljóna í miskabætur. Buðu betur en þeim bar samkvæmt lögum Landsbankinn bar því fyrir sig að í hvívetna hefði verið brugðist við umkvörtunum starfsmannsins af hálfu bankans, þeim hafi verið gefinn gaumur og um þær fjallað með tímanlegum, eðlilegum, forsvaranlegum og réttmætum hætti. Þá bæri að líta til þess lykilatriðis að það hefði verið starfsmaðurinn sjálfur sem óskaði eftir starfslokum. Bankinn hefði orðið við ósk hennar um starfslok og greitt henni laun þremur mánuðum lengur en ráðningarsamningur hafi kveðið á um og fallið frá því, umfram skyldu, að óska eftir vinnuframlagi starfsmannsins þá mánuði sem launagreiðslur vörðu. Þá fengist ekki betur séð en að bankinn hafi í hvívetna komið vel fram við starfsmanninn í tengslum við starfslokin, sem fram hafi farið að hennar beiðni og raunar betur en bankanum hafi borið samkvæmt lögum og ráðningarsamningi. Í niðurstöðu dómsins segir að beiðni starfsmannsins um starfslok hefði verið rökstudd með trúverðugum hætti og hefði ekki gefið bankanum tilefni til að ætla annað en að þar lægi einlæg ósk hennar að baki. Í ljósi fyrirliggjandi gagna um atburðarásina og efni starfslokasamningsins varð ekki fallist á að bankinn hefði við starfslokin brotið gegn rétti starfsmannsins. Bankinn var því sýknaður af kröfum hennar og var málskostnaður látinn niður falla.
Dómsmál Íslenskir bankar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Sjá meira