Ghani og Abdullah lýsa báðir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 13:40 Ashraf Ghani tók við embætti forseta Afganistans árið 2014. Getty Höfuðandstæðingarnir í afgönsku forsetakosningunum, þeir Ashraf Ghani forseti og Abdullah Abdullah forsætisráðherra, hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Afganistan á laugardag. „Við fengum flest atkvæði í kosningunum og það verður ekki þörf á annarri umferð,“ sagði Abdullah á fréttamannafundi. Amrullah Saleh, varaforsetaefni Ghani, segir hins vegar að Ghani hafi fengið 60 til 70 prósent atkvæða í kosningunum. Habib Rahman Nang, forseti landskjörstjórnar, segir að enginn frambjóðandi geti lýst yfir sigri fyrr en búið er að telja öll atkvæði. Það sé í verkahring landskjörstjórnar að tilkynna um sigurvegara.Þrjár vikur Kosningaþátttaka mældist einungis 25 prósent meðal þeirra sem höfðu skráð sig og hefur aldrei verið minni. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og áttatíu særðust í sprengjuárásum á kjörstöðum á laugardag. Talning atkvæða mun taka tíma og er ekki búist við að tilkynnt verði um bráðabirgðaniðurstöðu fyrr en að þremur viknum liðnum. Ghani og Abdullah öttu einnig kappi í forsetakosningunum 2014 þar sem þeir deildu um embættið í mánuði eftir kosningar. Varð niðurstaðan sú að Ghani tæki við embætti forseta en Abdullah yrði forsætisráðherra landsins. Afganistan Tengdar fréttir Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45 Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34 Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Höfuðandstæðingarnir í afgönsku forsetakosningunum, þeir Ashraf Ghani forseti og Abdullah Abdullah forsætisráðherra, hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Afganistan á laugardag. „Við fengum flest atkvæði í kosningunum og það verður ekki þörf á annarri umferð,“ sagði Abdullah á fréttamannafundi. Amrullah Saleh, varaforsetaefni Ghani, segir hins vegar að Ghani hafi fengið 60 til 70 prósent atkvæða í kosningunum. Habib Rahman Nang, forseti landskjörstjórnar, segir að enginn frambjóðandi geti lýst yfir sigri fyrr en búið er að telja öll atkvæði. Það sé í verkahring landskjörstjórnar að tilkynna um sigurvegara.Þrjár vikur Kosningaþátttaka mældist einungis 25 prósent meðal þeirra sem höfðu skráð sig og hefur aldrei verið minni. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og áttatíu særðust í sprengjuárásum á kjörstöðum á laugardag. Talning atkvæða mun taka tíma og er ekki búist við að tilkynnt verði um bráðabirgðaniðurstöðu fyrr en að þremur viknum liðnum. Ghani og Abdullah öttu einnig kappi í forsetakosningunum 2014 þar sem þeir deildu um embættið í mánuði eftir kosningar. Varð niðurstaðan sú að Ghani tæki við embætti forseta en Abdullah yrði forsætisráðherra landsins.
Afganistan Tengdar fréttir Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45 Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34 Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45
Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34
Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09