Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2019 09:00 Lovísa Anna og Unnur María Pálmadætur, þó ekki sama Pálma. Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent