Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2019 09:00 Lovísa Anna og Unnur María Pálmadætur, þó ekki sama Pálma. Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lovísa Anna Pálmadóttir og Unnur María Pálmadóttir hittust í hlíðum Helgafells í byrjun sumars. Nokkrum vikum síðar voru þær búnar að stofna markaðsstofuna Kvartz. Unnur María tekur strax fram að þær Pálmadætur, sem hafa unnið saman að ýmsum tegundum auglýsinga og viðburða hvort á sínum vinnustaðnum undanfarin ár, séu ekki systur. „Við erum miklar fjallageitur báðar og hittumst bókstaflega upp á miðju Helgafelli í byrjun sumars. Hún á leiðinni niður og ég upp. Á Helgafellinu hófst svo spjallið og mjög fljótlega þróaðist hugmyndin að Kvartz. Við höfum svo unnið að því síðastliðna mánuði að byggja fyrirtækið upp og koma okkur fyrir með skrifstofu í Skipholti,“ segir Unnur María. „Okkur finnst vanta að fleiri konur taki af skarið og láti verða að því að stofna sitt eigið og komi hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Unnur María. Reynsla frá 365, Árvakri, Bestseller og Te&kaffi Unnur starfaði í auglýsingum hjá 365 áður en hún færði sig yfir til Árvakurs. Lovísa hefur starfað sem markaðsstjóri Bestseller og nú síðast hjá Te og kaffi. „Við vonumst vissulega til að ungar konur líti til fyrirtækja eins og Kvartz og að það veiti þeim innblástur. Kvartz tekur ekki bara að sér að aðstoða fyrirtæki við markaðssetningu á vörum og þjónustu heldur einnig skipulagningu og stjórnun viðburða. Hvort sem um er að ræða litla viðburði fyrir starfsfólk eða viðskiptavini, eða stærri viðburði fyrir neytendur.“ Þær telja vera rými á markaðnum hér heima fyrir markaðsstofu á borð við þeirra. „Þar sem hægt er að leita til aðila sem kemur inn í eininguna þína í þeim tilgangi að greina, útfæra og framkvæma verkefnin en í leiðinni þjálfa starfsfólk og innviði í því að taka við og viðhalda þeim verkefnum sem komið hefur verið í framkvæmd.“ Lovísa og Unnur eru engir nýgræðingar á þessum markaði en þær hafa báðar starfað við markaðsmál og viðburðastjórnun undanfarin 15 ár. Þær finna fyrir meðbyr og horfa björtum augum fram á veginn.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira