Að fagna Everestförum hugans Ágúst Kristján Steinarrsson skrifar 20. september 2019 08:00 Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Everestfarinn og maraþonhlauparinn eiga það sameiginlegt að hafa yfirstigið ótrúlegar áskoranir, jafnvel ómannlegar, og upplifað algjöra líkamlega uppgjöf. Það sem þessir aðilar eiga jafnframt sameiginlegt er að þeim er gjarnan hampað fyrir erfiðið, fyrir að hafa mætt áskorunum sínum og náð markmiðum. Þeir komast gjarnan í blöðin og eru sýndir sem fyrirmynd okkar tíma, sem þeir vissulega eru. Sömu sögu má oft segja af krabbameinssjúklingunum sem þó völdu ekki að fara í gegnum sína raun. Svo er til annar hópur fólks sem fer í gegnum álíka raunir sem fáir taka eftir eða er sjaldan talað um. Áskoranir þeirra eru jafnvel lengri og erfiðari. Flestum tekst þeim að komast í gegnum þessa eldskírn en að henni lokinni er sjaldnast mikið um fögnuð, þrátt fyrir þó nokkurt afrek. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar eins og ég. Fólk sem hefur glímt við geðræna kvilla eins og geðhvörf, geðklofa, þunglyndi, örlyndi, kvíða, áráttu og fleira sem leggst þungt á huga fólks. Þannig hefur þessi hópur þurft að fást við eigin huga með misgóðum stuðningi heilbrigðiskerfisins á hátt sem ómögulegt er að skilja, hafi maður ekki upplifað áskorunina sjálfur. Sjálfur hef ég upplifað slíkt ferli nokkrum sinnum í mínu lífi, þar sem baráttan við geðheilbrigðiskerfið var á tíðum jafn erfið og baráttan við sjálfan mig. Þar sem ég reyndi að skilja hvar mörk raunveruleikans lágu samhliða því sem viðkvæmni mín fyrir umheiminum gerði hvern dag erfiðari, dag fyrir dag, á þann hátt að ég vildi oft gefast upp. Þegar því öllu lauk leið mér eins og hugur minn hefði hlaupið hringinn í kringum heiminn. Ég var gjörsamlega sigraður. En ég lauk áskoruninni, ég kleif Everest huga míns. En því var ekki fagnað. Að segja við mig „vel gert, Ágúst“ var ekki ofarlega í huga minna nánustu og enn síður í mínum brotna huga. Það sem sat eftir í huga mér var andstæðan. Að ég hefði alls ekki staðið mig vel. Að ég væri í reynd geðsjúklingur og þar með misheppnaður þegn þessa samfélags. Við tók krefjandi bataferli þar sem brotið sjálfstraust og beygður hugur þurftu mikla uppbyggingu. Það að ég sé fjallamaður og hafi glímt við krabbamein sjálfur setur þennan samanburð minn jafnvel í betra samhengi, þar sem fjallasigrum mínum og lífssigri var ætíð fagnað og bataferlið uppbyggjandi. En nú er sýn mín önnur. Það sem ég átta mig á í dag er að ég kleif mitt Everest og mér tókst það oftar en einu sinni. Því fagna ég í dag og leyfi mér að líta stoltur um öxl að vera hér, að vera til, virkur samfélagsþegn sem býr að þessari reynslu, sjálfum mér og öðrum til gagns. Nú er að hefjast Klikkuð menningarhátíð þar sem Íslendingar fagna einmitt þessu. Fagna klikkaða fólkinu sem er hér, er til, hefur klifið sitt fjall og lifir til þess að segja okkar sögu. Ég hvet þig, lesandi góður, til að nýta tækifæri þessarar hátíðar til að breyta um sið. Ef þú þekkir einhverja sem hafa upplifað geðræna kvilla, að gefa þeim gaum, heyra og skilja þeirra reynslu og hrósa þeim fyrir þeirra mikla afrek. Þú myndir aldrei trúa því hversu mikið þau hafa lagt á sig til þess að vera nákvæmlega hér.Ágúst Kristján Steinarrsson, rithöfundur og stjórnunarráðgjafi.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun