Tvöfalt fleiri konur mættu í fyrstu skimun Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2019 11:16 Almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent. Getty Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þar segir að almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent og komum í skimun fyrir brjóstakrabbameinum fjölgaði um 24 prósent. Ekki er tekið fram um fjölda skimana. Í tilkynningunni segir að auglýsingar og hvatning Krabbameinsfélagsins um þátttöku í vinkonuhópi félagsins hafi skilað árangri og fjölgað komum í skimun. „Á síðasta ári brugðust margir vinkonuhópar jákvætt við ósk félagsins um samstarf í Bleiku slaufunni sem fól í sér að fá konur til að taka þátt í skimun og kynna sér forvarnir gegn krabbameinum. Í kjölfarið hafa vinkonuhóparnir reglulega fengið senda fræðslu- og hvatningarmola frá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Krabbameinsfélagið stendur á þessu ári fyrir tilraunaverkefni og býður þeim konum sem fá í fyrsta skipti boð í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini, skimunina sér að kostnaðarlausu. „Félagið ákvað að ráðast í verkefnið vegna vísbendinga um að skoðunargjaldið hindri ákveðinn hóp kvenna í að nýta sér boð um skimun. Verkefnið hófst um áramót og árangur af því er afgerandi. Fjöldi kvenna sem hefur þegið boð um skimun fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn hefur meira en tvöfaldast miðað við sama tímabil í fyrra. Árangurinn er afar ánægjulegur og langt fram úr væntingum,“ segir í tilkynningunni. Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Þátttaka kvenna kvenna í skimun sem fá í fyrsta sinn boð um leit að brjósta- og leghálskrabbameini tvöfaldaðist frá 1. janúar til 31. júlí 2019 miðað við sama tímabil árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Þar segir að almennt fjölgaði komum kvenna í skimun fyrir leghálskrabbameini á tímabilinu um 19 prósent og komum í skimun fyrir brjóstakrabbameinum fjölgaði um 24 prósent. Ekki er tekið fram um fjölda skimana. Í tilkynningunni segir að auglýsingar og hvatning Krabbameinsfélagsins um þátttöku í vinkonuhópi félagsins hafi skilað árangri og fjölgað komum í skimun. „Á síðasta ári brugðust margir vinkonuhópar jákvætt við ósk félagsins um samstarf í Bleiku slaufunni sem fól í sér að fá konur til að taka þátt í skimun og kynna sér forvarnir gegn krabbameinum. Í kjölfarið hafa vinkonuhóparnir reglulega fengið senda fræðslu- og hvatningarmola frá félaginu,“ segir í tilkynningunni. Krabbameinsfélagið stendur á þessu ári fyrir tilraunaverkefni og býður þeim konum sem fá í fyrsta skipti boð í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini, skimunina sér að kostnaðarlausu. „Félagið ákvað að ráðast í verkefnið vegna vísbendinga um að skoðunargjaldið hindri ákveðinn hóp kvenna í að nýta sér boð um skimun. Verkefnið hófst um áramót og árangur af því er afgerandi. Fjöldi kvenna sem hefur þegið boð um skimun fyrir krabbameinum í leghálsi og brjóstum hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins í fyrsta sinn hefur meira en tvöfaldast miðað við sama tímabil í fyrra. Árangurinn er afar ánægjulegur og langt fram úr væntingum,“ segir í tilkynningunni.
Heilbrigðismál Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira