Deilt um dagbókarfærslur lögreglu í stóra amfetamínmálinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2019 12:30 Einn hinna ákærðu mætir hér í dómsal við þingfestingu málsins fyrr í mánuðinum. Þeir þrír sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í júní. vísir/vilhelm Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. Verjendur þremenninganna kröfðust þess að færslurnar verði lagðar fram en sækjandi hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að um vinnuskjal lögreglu væri að ræða en ekki sönnunargögn í málinu. Áður en fjallað var sérstaklega um kröfur verjendanna við fyrirtöku málsins í dag kallaði dómari eftir afstöðu fjögurra ákærðu í málinu, þeirra á meðal afstöðu þeirra Einars Jökuls Einarssonar og Alvars Óskarssonar, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir áratug.Sakborningar huldu andlit sín við þingfestingu þegar þau komu í dómsal og gerðu það einnig í dag.vísir/vilhelmJátuðu kannabisframleiðslu í útihúsi við sveitabæ Eru þeir Einar og Alvar ákærðir ásamt Margeiri Pétri Einarssyni fyrir framleiðslu á amfetamíninu auk þess sem þeir sæta ákæru í þeim þætti málsins sem snýr að kannabisframleiðslu í útihúsi við sveitabæ í nágrenni Hellu. Tóku þeir Einar og Alvar ekki afstöðu til sakarefnisins þar sem enn væri verið að leggja fram gögn í málinu og þeir ættu eftir að sjá þessi gögn og taka afstöðu til þeirra. Þá vísaði Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars, einnig í það er rannsókn lögreglu á meintu peningaþvætti í tengslum við fíknefnaframleiðsluna. Er þeirri rannsókn ólokið og neituðu þeir Alvar og Einar að taka afstöðu til ákærunnar við þingfestingu vegna þess. Margeir hafði við þingfestingu játað sök í þeim þætti sem snýr að kannabisframleiðslunni fyrir utan það sem sneri að rúmlega 800 grömmum af maríjúana. Hann neitar hins vegar sök varðandi amfetamínframleiðsluna. Þrjú til viðbótar voru ákærð fyrir kannabisframleiðsluna í útihúsunum við sveitabæinn á Suðurlandi. Þau hafa játað sök og þá upplýstist við fyrirtökuna í dag að 800 grömmin af maríjúana sem enginn kannaðist við þegar málið var þingfest voru í eigu eins þeirra þriggja sem hafa játað. Var þeirra mál klofið frá þeim hluta ákærunnar er varðar amfetamínframleiðsluna og var það flutt sem játningarmál eftir að fjallað hafði verið um kröfu verjenda um gagnaframlagningu. Fór saksóknari fram á tólf mánaða fangelsi yfir fólkinu.Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdómi.vísir/vilhelmEkki hægt að velja eftir hentisemi hvenær eigi að leggja fram dagbókarfærslur og hvenær ekki Stefán Karl krafðist þess að embætti héraðssaksóknara, sem sækir málið, verði gert að afhenda öll gögn málsins, þar með talið dagbókarfærslur lögreglu, afrit af hlerunum og hlustunum sem og öll önnur gögn sem kunna að hafa orðið til við rannsókn á málinu. Sagði Stefán Karl ákæruvaldið ekki geta valið það að leggja fram dagbókarfærslur eftir því hvenær það hentaði og hvenær ekki. Tók hann sem dæmi aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni sem nú er rekið í annað sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar höfðu tiltekin gögn verið lögð fram fyrst þegar málið var tekið fyrir hjá héraðsdómi en nú þegar það vantaði upp á sönnunarfærsluna væri brugðið á það ráð að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu. Stefán Karl sagði að ákæruvaldið gæti ekki valið það svona eftir hentisemi hvenær leggja ætti fram dagbókarfærslur og hvenær ekki. Þá krafðist hann þess einnig að héraðssaksóknari hlutist til um að taka til afgreiðslu þann þátt málsins sem snýr að meintu peningaþvætti og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Tóku verjendur Einars og Margeirs undir kröfur Stefáns Karls.Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Úrskurðar að vænta eftir helgi Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari, hafnaði kröfum verjendanna með öllu. Sagði hún dagbókarfærslur lögreglu vinnuskjal og ekki sönnunargögn. Það sama ætti við um afrit af öllum hlustunum. Þá sagði hún að henni væri ekki kunnugt um önnur nein önnur gögn í málinu en þau sem lögð höfðu verið fram. Öll þau gögn sem málið væri byggt á hefðu verið lögð fram og kvaðst Dagmar ekki átta sig á því hvað verjandi væri að fara með því að ýja að öðru. Að lokum sagði hún að gögn í peningaþvættismálinu væru ekki á forræði sækjanda heldur væri það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem færi með rannsókn þess máls. Því gæti sækjandi ekki afhent gögn úr því máli. Dómari tók sér frest fram yfir helgi til að úrskurða um kröfu verjenda um gögnin. Þá var ákveðið að aðalmeðferð málsins fari fram 22. og 23. október næstkomandi. Borgarbyggð Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Sakaðir um að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði Einnig grunaðir um að rækta 200 kannabisplöntur í útihúsi við bæ á Suðurlandi. 31. ágúst 2019 20:11 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Verjendur og saksóknari í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem þrír menn eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði tókust á um það fyrir dómi í dag hvort ákæruvaldinu beri að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu í málinu. Verjendur þremenninganna kröfðust þess að færslurnar verði lagðar fram en sækjandi hafnaði kröfunni á þeim grundvelli að um vinnuskjal lögreglu væri að ræða en ekki sönnunargögn í málinu. Áður en fjallað var sérstaklega um kröfur verjendanna við fyrirtöku málsins í dag kallaði dómari eftir afstöðu fjögurra ákærðu í málinu, þeirra á meðal afstöðu þeirra Einars Jökuls Einarssonar og Alvars Óskarssonar, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða fyrir áratug.Sakborningar huldu andlit sín við þingfestingu þegar þau komu í dómsal og gerðu það einnig í dag.vísir/vilhelmJátuðu kannabisframleiðslu í útihúsi við sveitabæ Eru þeir Einar og Alvar ákærðir ásamt Margeiri Pétri Einarssyni fyrir framleiðslu á amfetamíninu auk þess sem þeir sæta ákæru í þeim þætti málsins sem snýr að kannabisframleiðslu í útihúsi við sveitabæ í nágrenni Hellu. Tóku þeir Einar og Alvar ekki afstöðu til sakarefnisins þar sem enn væri verið að leggja fram gögn í málinu og þeir ættu eftir að sjá þessi gögn og taka afstöðu til þeirra. Þá vísaði Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Alvars, einnig í það er rannsókn lögreglu á meintu peningaþvætti í tengslum við fíknefnaframleiðsluna. Er þeirri rannsókn ólokið og neituðu þeir Alvar og Einar að taka afstöðu til ákærunnar við þingfestingu vegna þess. Margeir hafði við þingfestingu játað sök í þeim þætti sem snýr að kannabisframleiðslunni fyrir utan það sem sneri að rúmlega 800 grömmum af maríjúana. Hann neitar hins vegar sök varðandi amfetamínframleiðsluna. Þrjú til viðbótar voru ákærð fyrir kannabisframleiðsluna í útihúsunum við sveitabæinn á Suðurlandi. Þau hafa játað sök og þá upplýstist við fyrirtökuna í dag að 800 grömmin af maríjúana sem enginn kannaðist við þegar málið var þingfest voru í eigu eins þeirra þriggja sem hafa játað. Var þeirra mál klofið frá þeim hluta ákærunnar er varðar amfetamínframleiðsluna og var það flutt sem játningarmál eftir að fjallað hafði verið um kröfu verjenda um gagnaframlagningu. Fór saksóknari fram á tólf mánaða fangelsi yfir fólkinu.Einn sakborninga með klút, sólgleraugu og hettu við þingfestingu í héraðsdómi.vísir/vilhelmEkki hægt að velja eftir hentisemi hvenær eigi að leggja fram dagbókarfærslur og hvenær ekki Stefán Karl krafðist þess að embætti héraðssaksóknara, sem sækir málið, verði gert að afhenda öll gögn málsins, þar með talið dagbókarfærslur lögreglu, afrit af hlerunum og hlustunum sem og öll önnur gögn sem kunna að hafa orðið til við rannsókn á málinu. Sagði Stefán Karl ákæruvaldið ekki geta valið það að leggja fram dagbókarfærslur eftir því hvenær það hentaði og hvenær ekki. Tók hann sem dæmi aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara gegn Árna Gils Hjaltasyni sem nú er rekið í annað sinn fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar höfðu tiltekin gögn verið lögð fram fyrst þegar málið var tekið fyrir hjá héraðsdómi en nú þegar það vantaði upp á sönnunarfærsluna væri brugðið á það ráð að leggja fram dagbókarfærslur lögreglu. Stefán Karl sagði að ákæruvaldið gæti ekki valið það svona eftir hentisemi hvenær leggja ætti fram dagbókarfærslur og hvenær ekki. Þá krafðist hann þess einnig að héraðssaksóknari hlutist til um að taka til afgreiðslu þann þátt málsins sem snýr að meintu peningaþvætti og eftir atvikum gefa út ákæru eða fella málið niður. Tóku verjendur Einars og Margeirs undir kröfur Stefáns Karls.Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram.Úrskurðar að vænta eftir helgi Dagmar Ösp Vésteinsdóttir, saksóknari, hafnaði kröfum verjendanna með öllu. Sagði hún dagbókarfærslur lögreglu vinnuskjal og ekki sönnunargögn. Það sama ætti við um afrit af öllum hlustunum. Þá sagði hún að henni væri ekki kunnugt um önnur nein önnur gögn í málinu en þau sem lögð höfðu verið fram. Öll þau gögn sem málið væri byggt á hefðu verið lögð fram og kvaðst Dagmar ekki átta sig á því hvað verjandi væri að fara með því að ýja að öðru. Að lokum sagði hún að gögn í peningaþvættismálinu væru ekki á forræði sækjanda heldur væri það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem færi með rannsókn þess máls. Því gæti sækjandi ekki afhent gögn úr því máli. Dómari tók sér frest fram yfir helgi til að úrskurða um kröfu verjenda um gögnin. Þá var ákveðið að aðalmeðferð málsins fari fram 22. og 23. október næstkomandi.
Borgarbyggð Dómsmál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Sakaðir um að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði Einnig grunaðir um að rækta 200 kannabisplöntur í útihúsi við bæ á Suðurlandi. 31. ágúst 2019 20:11 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Sakaðir um að framleiða átta og hálft kíló af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði Einnig grunaðir um að rækta 200 kannabisplöntur í útihúsi við bæ á Suðurlandi. 31. ágúst 2019 20:11
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45